„Hann er frá annarri plánetu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2021 10:01 Mikkel og félagar gátu fagnað í gær. Sérstaklega hann sjálfur en eftir afhroðið gegn Egyptalandi steig hann upp í gær. Slavko Midzor/Getty Images Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar. Danir mæta grönnum sínum í Svíþjóð í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun í Egyptalandi en í leiknum um þriðja sætið verða það Frakkar gegn ríkjandi Evrópumeisturum, í Spáni. Danir og Svíar hafa ekki leikið til úrslita á stórmóti hingað til. Danskir fjölmiðlar hafa gefið leikmönnum liðsins einkunnir, sem og þjálfaranum, eftir hvern einasta leik liðsins á mótinu og það kom ekkert á óvart að Mikkel Hansen hafi fengið tíu í einkunn fyrir leik sinn í gær. 🇩🇰 VIKINGS! ROAR! 🇩🇰#Håndbold | #GoDenmark | @dhf_haandbold | #Egypt2021 pic.twitter.com/fJtP2l2oyH— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 29, 2021 „Hann hefur verið veikur, legið í rúminu og ekki borðað. Hann fékk stórt högg í leiknum gegn Egyptalandi en honum er alveg sama. Stærstu leikmennirnir spila vel í stærstu leikjunum og það gerði danska stjarnan,“ sagði í umsögn BT. Þar sagði enn fremur: „Hann er frá annarri plánetu og hann sýndi að hann er besti sóknarmaður í heimi. Hann getur allt og getur gert það fullkomnlega. Þeir spænsku voru aukapersónur í señor Hansens sýningunni. Við tökum að ofan hattinn, beygjum okkur og berum mikla virðingu fyrir þér.“ Hinn Daninn til að fá tíu var Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska liðsins. „Þjálfaraframmistaða úr efstu hillu,“ sagði í umsögninni. Þar var honum einnig hrósað fyrir að gefa yngri leikmönnum liðsins svo mikið traust. Allar umsagnir og einkunn BT má sjá hér. HM 2021 í handbolta Handbolti Danmörk Tengdar fréttir Ævintýri Svía heldur áfram Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. 29. janúar 2021 17:59 Mikkel Hansen frábær og heimsmeistararnir í úrslit Danir eru komnir í úrslitaleikinn, annað heimsmeistaramótið í röð, er þeir unnu 35-33 sigur á Spánverjum í kvöld. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á heimavelli árið 2019. 29. janúar 2021 20:57 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Danir mæta grönnum sínum í Svíþjóð í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun í Egyptalandi en í leiknum um þriðja sætið verða það Frakkar gegn ríkjandi Evrópumeisturum, í Spáni. Danir og Svíar hafa ekki leikið til úrslita á stórmóti hingað til. Danskir fjölmiðlar hafa gefið leikmönnum liðsins einkunnir, sem og þjálfaranum, eftir hvern einasta leik liðsins á mótinu og það kom ekkert á óvart að Mikkel Hansen hafi fengið tíu í einkunn fyrir leik sinn í gær. 🇩🇰 VIKINGS! ROAR! 🇩🇰#Håndbold | #GoDenmark | @dhf_haandbold | #Egypt2021 pic.twitter.com/fJtP2l2oyH— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 29, 2021 „Hann hefur verið veikur, legið í rúminu og ekki borðað. Hann fékk stórt högg í leiknum gegn Egyptalandi en honum er alveg sama. Stærstu leikmennirnir spila vel í stærstu leikjunum og það gerði danska stjarnan,“ sagði í umsögn BT. Þar sagði enn fremur: „Hann er frá annarri plánetu og hann sýndi að hann er besti sóknarmaður í heimi. Hann getur allt og getur gert það fullkomnlega. Þeir spænsku voru aukapersónur í señor Hansens sýningunni. Við tökum að ofan hattinn, beygjum okkur og berum mikla virðingu fyrir þér.“ Hinn Daninn til að fá tíu var Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska liðsins. „Þjálfaraframmistaða úr efstu hillu,“ sagði í umsögninni. Þar var honum einnig hrósað fyrir að gefa yngri leikmönnum liðsins svo mikið traust. Allar umsagnir og einkunn BT má sjá hér.
HM 2021 í handbolta Handbolti Danmörk Tengdar fréttir Ævintýri Svía heldur áfram Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. 29. janúar 2021 17:59 Mikkel Hansen frábær og heimsmeistararnir í úrslit Danir eru komnir í úrslitaleikinn, annað heimsmeistaramótið í röð, er þeir unnu 35-33 sigur á Spánverjum í kvöld. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á heimavelli árið 2019. 29. janúar 2021 20:57 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ævintýri Svía heldur áfram Svíþjóð er komið í úrslitaleikinn á HM eftir öruggan sigur á Frökkum, 32-26. Svíarnir voru 16-13 yfir í hálfleik og leiddu í raun frá upphafi til enda. Þetta eru frábær úrslit enda Svíar með ansi vængbrotið lið á mótinu. 29. janúar 2021 17:59
Mikkel Hansen frábær og heimsmeistararnir í úrslit Danir eru komnir í úrslitaleikinn, annað heimsmeistaramótið í röð, er þeir unnu 35-33 sigur á Spánverjum í kvöld. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á heimavelli árið 2019. 29. janúar 2021 20:57