Sá besti dró Gidsel úr rúminu klukkan fimm til þess að halda partíinu gangandi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2021 23:31 Gidsel í úrslitaleiknum í gær. Hann átti frábært mót. Slavko Midzor/Getty Það vissu ekki margir hver Mathias Gidsel var áður en heimsmeistaramótið í handbolta hófst. Nú stendur Daninn hins vegar uppi sem heimsmeistari og í úrvalsliði mótsins. Gidsel er 21 árs og er samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG í Danmörku. Þeir eru saman á toppi deildarinnar og það tryggði Gidsel sæti í HM-hópnum hjá Danmörku í ár. Hægri skyttan lék ansi vel á mótinu, sem eins og áður segir, tryggði honum sæti í úrvalsliði mótsins. Því, sem og danska gullinu, var fagnað langt fram á nótt. Vi tog den med til Egypten - og nu tager vi den med hjem igen 🏆🇩🇰 #hndbld #håndbold #Egypt2021 pic.twitter.com/pMCSVmZJng— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 31, 2021 Það voru þreyttir ferðalangar og heimsmeistarar sem lentu á Kastrup flugvellinum í dag en eins og Vísir greindi frá í dag þá vörðu fagnaðarlætin langt fram eftir nóttu. Gidsel reyndi hvað eftir annað að fara sofa en Mikkel Hansen, besti leikmaður HM var ekki á sama máli. Dró hann Gidsel fimm sinnum fram úr rúminu er hann hugðist ætla fara að sofa. „Ef maður er góður að vinna þá þarf maður líka vera góður að fagna því. Þá getur maður ekki farið í rúmið á þessum tímapunkti,“ sagði Hansen léttur í samtali við TV 2 á Kastrup í dag. Gidsel og Hansen voru báðir valdir í úrvalslið mótsins. HM 2021 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Danir framlágir eftir meistarafögnuðinn Danir slettu ærlega úr klaufunum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í handbolta í gær. Þeir voru hins vegar ekki jafn hressir í dag. 1. febrúar 2021 16:00 Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Gidsel er 21 árs og er samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG í Danmörku. Þeir eru saman á toppi deildarinnar og það tryggði Gidsel sæti í HM-hópnum hjá Danmörku í ár. Hægri skyttan lék ansi vel á mótinu, sem eins og áður segir, tryggði honum sæti í úrvalsliði mótsins. Því, sem og danska gullinu, var fagnað langt fram á nótt. Vi tog den med til Egypten - og nu tager vi den med hjem igen 🏆🇩🇰 #hndbld #håndbold #Egypt2021 pic.twitter.com/pMCSVmZJng— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 31, 2021 Það voru þreyttir ferðalangar og heimsmeistarar sem lentu á Kastrup flugvellinum í dag en eins og Vísir greindi frá í dag þá vörðu fagnaðarlætin langt fram eftir nóttu. Gidsel reyndi hvað eftir annað að fara sofa en Mikkel Hansen, besti leikmaður HM var ekki á sama máli. Dró hann Gidsel fimm sinnum fram úr rúminu er hann hugðist ætla fara að sofa. „Ef maður er góður að vinna þá þarf maður líka vera góður að fagna því. Þá getur maður ekki farið í rúmið á þessum tímapunkti,“ sagði Hansen léttur í samtali við TV 2 á Kastrup í dag. Gidsel og Hansen voru báðir valdir í úrvalslið mótsins.
HM 2021 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Danir framlágir eftir meistarafögnuðinn Danir slettu ærlega úr klaufunum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í handbolta í gær. Þeir voru hins vegar ekki jafn hressir í dag. 1. febrúar 2021 16:00 Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Danir framlágir eftir meistarafögnuðinn Danir slettu ærlega úr klaufunum eftir að þeir urðu heimsmeistarar í handbolta í gær. Þeir voru hins vegar ekki jafn hressir í dag. 1. febrúar 2021 16:00
Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. 1. febrúar 2021 14:15
Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. 1. febrúar 2021 07:01
Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. 31. janúar 2021 17:58