„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 12:15 Björgvin Páll hefur verið opinskár um eigin líða og vanda undanfarin ár. Hann hefur ekki farið leynt með að færni í íþróttum hafi hjálpað honum mikið á lífsleiðinni en hann hafi átt erfitt sem barn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira