

Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að leyfa félögum álfunnar að brjóta rekstrarreglur UEFA á meðan þau vinna sig út úr afleiðingum kórónuveirufaraldursins.
Spænski vængmaðurinn Pedro Rodriguez vill ekki spila aftur fyrir Chelsea eftir að hafa samþykkt samningstilboð frá Ítalíu.
Cristiano Ronaldo gæti mögulega endað ferilinn í Bandaríkjunum samkvæmt fyrrum samherja sínum.
Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari.
Kingsley Coman heldur áfram að vinna bikara en hann varð í gær þýskur meistari er Bayern Munchen tryggði sér áttunda Þýskalandstitilinn í röð.
Napoli tryggði sér sæti í úrslitum ítalska bikarsins í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Inter.
Ítalski framherjinn Mario Balotelli er enn á ný búinn að koma sér í vandræði og nú er það þökk sé umboðsmanni hans, Mino Raiola.
Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar.
Chelsea hefur átt króatíska Mario Pasalic í sex ár en er nú að selja hann og það fyrir fínan hagnað.
Mario Balotelli heldur áfram að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulegar uppákomur en í gærmorgun mætti Ítalinn á æfingasvæði Brescia en honum var ekki hleypt inn á æfingasvæðið.
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli, á að velja það að ganga í raðir Liverpool eða Chelsea, en ekki í raðir Manchester United, ef hann hefur áhuga á því að vinna einhverja bikara. Þetta segir Frank Leboeuf.
Umspil um sæti í ítölsku B-deildinni er væntanlega næst á dagskrá hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Padova.
Líklegt þykir að ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia muni rifta samningi Mario Balotelli við félagið vegna lélegrar mætingar kappans á æfingar.
Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum.
Francesca Gattuso, starfsmaður AC Milan og systir goðsagnarinnar Gennaro Gattuso, er látin 37 ára að aldri.
Ciro Immobile er sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum í stærstu fimm deildum Evrópu.
Alexis Sanchez virðist eiga framtíð hjá Inter Milan.
Claudio Ranieri, þjálfari Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni, hefur bannað leikmönnum sínum að tækla hvorn annan á æfingum.
Argentínski framherjinn Mauro Icardi var í dag kynntur sem fullgildur leikmaður PSG eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Inter Mílanó. Inter ákvað að selja hann en setti ákveðin skilyrði inn í samninginn til að styrkja sína stöðu.
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru búnir að tryggja sér áframhaldandi veru argentínska markaskorarans Mauro Icardi sem var að láni hjá félaginu í vetur.
Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag.
Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið.
John Barnes, sem varð í tvígang enskur meistari með Liverpool og vann bikarinn í tvígang, var beðinn um að velja besta lið heims hjá Bonus Code Bets en það sem kom á óvart var að Cristiano Ronaldo komst ekki í liðið.
Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní.
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, er sagður hafa hafið viðræður við Juventus um möguleg kaup á umbjóðanda sínum í sumar.
Æðsti maður í framkvæmdastjórn Leeds United hefur sent skýr skilaboð þar sem hann pressar á það að bæði enska úrvalsdeildin og enska b-deildin klári 2019-20 tímabilið í sumar.
Giorgio Chiellini segir að það hafi verið rétt hjá Luis Suarez að bíta sig í öxlina á HM í Brasilíu árið 2014.
Ítalska knattspyrnusambandið hefur gefið út að tímabilinu þar í landi muni ljúka þann 20. ágúst, aðeins tólf dögum áður en fyrsti leikur á næsta tímabili eigi að fara fram.
Umboðsmaðurinn skrautlegri, Mino Raiola, segir að umbjóðandi hans Erling Braut Håland hafi hafnað Juventus í janúar því þeir vildu láta hann æfa og spila með unglingaliði félagsins. Þess í stað fór sá norski til Dortmund þar sem hann hefur slegið í gegn.
Ítalska úrvalsdeildin leyfir félögum að æfa eins og eðlilegt er eftir helgi. Engar takmarkanir verða á fjölda leikmanna á hverri æfingu.