Fjórir mikilvægir leikir í fjórðu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 08:01 AC Milan og Inter Milan mætast í dag. Marco Canoniero/Getty Images Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira