Fjórir mikilvægir leikir í fjórðu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 08:01 AC Milan og Inter Milan mætast í dag. Marco Canoniero/Getty Images Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira