Bræður skoruðu á móti hvor öðrum í ítalska boltanum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 08:31 Lorenzo Insigne, til vinstri, og Roberto Insigne fagna hér mörkum sínum í leiknum í gær. AP/Alessandro Garofalo Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Ítalski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira
Napoli hafði betur á móti Benevento í bræðraslag í ítölsku deildinni í gær. Benevento komst í 1-0 en Napoli svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1. Stærsta frétt leiksins var þó eflaust að bræður skoruðu á móti hvor öðrum í honum. Roberto Insigne kom Benevento í 1-0 á 30. mínútu leiksins en eldri bróðir hans, Lorenzo, jafnaði metin fyrir Napoli á 60. mínútu. Andrea Petagna skoraði svo sigurmarkið sjö mínútum síðar. Brothers Roberto and Lorenzo Insigne both scored in the same Serie A game today pic.twitter.com/PXinEOU8rs— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Lorenzo Insigne er 29 ára gamall og þremur árum eldri en Roberto. Lorenzo er fyrirliði Napoli en Roberto yfirgaf félagið í fyrra. „Eftir leikinn þá sagði ég honum að vinstri fóturinn minn væri betri en hans,“ sagði Lorenzo Insigne í léttum tón eftir leikinn. „Við föðmuðumst líka því þetta var spennandi dagur fyrir okkar fjölskyldu. Ég er ánægður með markið mitt og óska bróður mínum líka til hamingju með markið sitt,“ sagði Lorenzo. „Ég er mjög hamingjusamur en biðst fyrirgefningar á því að fyrsta markið sitt í Seríu A hafi komið á móti bróður mínum. Það var góð tilfinning að spila á móti bróður mínum og Napoli, sem er liðið frá borginni minni. Við erum samt leiðir yfir því að tapa leiknum,“ sagði Roberto Insigne. Lorenzo Insigne and his younger brother Roberto were on opposite sides of the scoresheet as Napoli beat Benevento 2-1 today https://t.co/CP6RbPSmaM pic.twitter.com/u7RQ4GigES— BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2020 Roberto Insigne náði aðeins að spila tvo leiki með Napoli liðinu og var loksins seldur eftir að hafa farið ítrekað á láni til annarra liða. Lorenzo Insigne hefur aftur á móti skorað 68 mörk í 273 deildarleikjum með Napoli en hann er á sínu níunda alvöru tímabili með félaginu. Sigurinn var mikilvægur fyrir Napoli liðið sem er nú einu stigi á eftir toppliði AC Milan.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira