Spænski boltinn

Özil vill vera um kyrrt
Þjóðverjinn Mesut Özil vill sjálfur meina að hann sé ekki á leiðinni frá Real Madrid á næstu sólahringum en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal í vikunni.

Özil rauk inn í búningsklefa
Spænskir fjölmiðlar virðast vera sammála um það að þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil eigi sér ekki neina framtíð hjá Real Madrid.

Deco leggur skóna á hilluna
Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru komnir upp á hillu. Deco er 35 ára gamall en hann hefur spilað með Fluminense í Brasilíu sínu síðan að hann yfirgaf London 2010.

Benzema tryggði Real Madrid þrjú stig
Franski framherjinn Karim Benzema skoraði eina markið þegar Real Madrid vann 1-0 útisigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Real Madrid er því með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar alveg eins og Barcelona, Atlético Madrid, Athletic Bilbao og Villarreal.

Barcelona marði Malaga
Barcelona er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á Malaga á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bakvörðurinn Adriano Correia skoraði eina mark leiksins.

Suarez genginn til liðs við Barcelona
Barcelona hefur fengið til liðsins Denis Suarez frá Manchester City en leikmaðurinn er 19 ára gamall Spáverji.

Bale fer í sama launaflokk og Ronaldo
Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Marca þá verða peningar ekki mikið vandamál í framtíðinni hjá Walesverjanum Gareth Bale ef hann semur við Real Madrid.

Messi spilar líklega ekki um helgina
Tímabilið byrjaði ekki vel hjá besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi, því hann þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í leik Barcelona og Atletico Madrid í gær.

Arsenal á eftir Benzema og Di Maria
Arsenal hefur ekkert gengið á leikmannamarkaðnum í sumar og það hefur farið verulega í taugarnar á stuðningsmönnum félagins. Tap í fyrsta leik í úrvalsdeildinni gerði síðan lítið til þess að róa óánægjuraddirnar.

Neymar tryggði Barcelona jafntefli
Atlético Madrid og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í fyrri leik sínum í spænska ofurbikarnum en það eru tveir leikir á milli spænsku meistarana og spænsku bikarmeistaranna frá árinu á undan. Neymar tryggði Barcelona jafntefli sjö mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.

Spilar ekkert en heldur landsliðssætinu
Iker Casillas fær enn ekki tækifæri hjá Real Madrid en þrátt fyrir það þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur af stöðu sinni hjá spænska landsliðinu.

Alonso fótbrotinn og frá í þrjá mánuði
Spánverjinn Xabi Alonso verður frá keppni næstu þrjá mánuðina en leikmaðurinn braut bein í ristinni á hægri fæti á æfingu í morgun.

Messi þarf líka að skipta út af
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, segir að landi hans, Argentínumaðurinn Lionel Messi, verði að sætta sig við að vera skipt af velli á leiktíðinni.

Barcelona æfði litla taktík í fyrra
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, fékk sannkallaða draumabyrjun í starfi í gær er lærisveinar hans völtuðu yfir Levante, 7-0. Staðan í leikhléi var 6-0.

Isco tryggði Real Madrid þrjú stig í fyrsta leik
Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur á Real Betis á Estadio Santiago Bernabéu í kvöld í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Það var ungstirnið Isco sem skoraði sigurmarkið en Real Madrid keypti þennan 21 árs gamla strák frá Málaga í sumar. Isco lagði einnig upp fyrra mark Real Madrid.

Barcelona skoraði sex mörk í fyrsta hálfleik tímabilsins
Barcelona byrjar vel í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann 7-0 stórsigur á Levante í dag. Lionel Messi og Pedro skoruðu báðir tvö mörk og Cesc Fàbregas fékk tækifæri í byrjunarliðinu og lagði upp þrjú mörk.

Útsendingar frá spænska boltanum falla niður í dag á Stöð2 Sport
Ekki verður mögulegt að sýna leiki Barcelona og Levante og hinsvegar Real Madrid og Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í dag á Stöð2Sport.

Ancelotti þarf ekkert Gareth Bale
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er fyllilega sáttur með leikmannahópinn sinn og þarf ekkert fleiri leikmenn. Tottenham-maðurinn Gareth Bale hefur verið orðaður við spænska stórliðið í allt sumar og lengi vel var slúðrað um það að Real-menn ætluðu að gera Bale að dýrasta knattspyrnumanni heims.

Messi verður með Barcelona í fyrsta leik
Lionel Messi er leikfær og getur því spilað með Barcelona á morgun þegar liðið hefur leiktíðina á heimaleik á móti Levante. Messi tognaði lítillega í vikunni og gat því ekki spilað með argentínska landsliðinu á móti Ítalíu.

Granero farinn til Spánar á ný
Knattspyrnumaðurinn Esteban Granero er genginn til liðs við Real Sociedad á láni frá QPR út komandi tímabil.

Eltingarleikurinn við Bale er auglýsingabrella
Spænskir og enskir fjölmiðlar hafa skrifað um væntanleg kaup Real Madrid á Gareth Bale í allt sumar en fyrrum íþróttastjóri spænska liðsins er á því að þessi eltingarleikur við Bale sé bara auglýsingabrella.

Veikindi Neymar eru slæmri meðferð Barcelona að kenna
Luiz Felipe Scolari, þjálfari brasilíska landsliðsins, er allt annað en ánægður með þá meðferð sem stjörnuleikmaður hans Neymar hefur fengið hjá spænska liðinu Barcelona.

Neymar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona
Brasilíumaðurinn Neymar opnaði markareikning sinn hjá Barcelona í dag þegar liðið vann 7-1 stórsigur á úrvalsliði frá Tælandi í vináttuleik í Bangkok. Lionel Messi skoraði tvö mörk í leiknum.

Kosið á milli Ronaldo, Messi og Ribery
Gareth Bale er ekki meðal þeirra þriggja sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður Evrópu 2013 en UEFA gaf út í dag hverjir urðu þrír efstu í kjörinu. Það var einnig gefið upp hvaða leikmenn enduðu í sætum fjögur til tíu.

Marca: Ronaldo hefur gert nýjan samning við Real Madrid
Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hafi nú þegar skrifað undir nýjan samning við félagið.

United gefst upp á Fabregas
Andoni Zubizarreta, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, vill meina að enska knattspyrnuliðið Manchester United hafi gefist uppá að fá spænska miðjumanninn Cesc Fabregas frá liðinu.

Ekki nægir peningar í heiminum til að kaupa Messi
Spánverjinn Xavi, leikmaður Barcelona, hefur undanfarið tjáð sig mikið um hvers virði Lionel Messi sé fyrir spænsku meistarana.

Barcelona fór illa með Santos í kvöld
Barcelona tryggði sér sigur í hinum árlega leik um Joan Gamper bikarinn í kvöld með því rúlla yfir brasilíska félagið Santos á Camp Nou. Barcelona vann leikinn 8-0 en liðið keypti einmitt Neymar, stærstu stjörnu Santos, fyrr í sumar. Cesc Fàbregas skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður og Neymar lagði upp sitt fyrsta mark fyrir Börsunga.

Neymar: Ég og Messi erum góðir vinir
Það ríkir mikil eftirvænting í Barcelona fyrir komandi tímabili enda teflir liðið nú fram í fremstu víglínu tveimur af mest spennandi knattspyrnumönnum heimsins. Þetta eru Argentínumaðurinn Lionel Messi og Brasilíumaðurinn Neymar en hinn síðarnefnda keyptu Börsungar á 57 milljónir evra frá Santos í sumar.

Mascherano telur að Fabregas verði áfram hjá Barca
Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, er fullviss um að Cesc Fabregas verði áfram hjá liðinu en hann hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarnar vikur.