
Réttindi barna

Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni
Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni.

Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall
Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger.

Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"
Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni.

Opin spurning til ríkisstjórnarinnar: „Hafið þið hugleitt það að byggja barnafangelsi?“
Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar abc fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla.

Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður
Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi
Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra.

Byrgjum eineltisbrunninn
Einelti getur verið fyrsta stefið í langri áfallasögu einstaklings. Einelti er sem dropinn sem byrjar að hola steininn. Þannig brýtur einelti smátt og smátt niður sjálfsmynd einstaklings. Barn sem verður fyrir einelti getur talið sig lítils virði og ekki eiga neitt gott skilið.

Eitt „hæ“ getur skipt sköpum
Í dag 8. nóvember er dagur gegn einelti sem helgaður er forvörnum og baráttunni gegn einelti á Íslandi. Ljóst er að við Íslendingar getum lært margt af því sem verið er að gera vel í öðrum löndum.

Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi
Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt.

Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu
Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael.

Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla
Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Salvör kjörin formaður samtaka umboðsmanna barna í Evrópu
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, var kjörinn formaður ENOC, samtaka umboðsmanna barna í Evrópu, á ársfundi samtakanna þann 29. september síðastliðinn.

Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu
Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Ungmenni geta haft mikil áhrif
Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum.

Fangar réttmeiri en fósturbörn á Íslandi
Undirrituð hefur áður skrifað pistla um rotið barnaverndarkerfi og mannréttindabrot framin þar innan á Íslandi. Gegn saklausum börnum, gegn fjölskyldum í landinu. Barnaverndarstofa er bitlaust bákn, hefur ekki verið falið neinar alvöru eftirlitsheimildir þótt hún sinni sínu takmarkaða hlutverki vel og af fagmennsku.

Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu
Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda.

„Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla“
Jón Ósmann sakar DV um að hafa birt frétt byggða á einhliða málflutningi barnsmóður sinnar og gagnrýnir miðilinn harðlega fyrir að hafa tilkynnt hann og son hans til Barnaverndar fyrir að hafa reynt að leiðrétta staðreyndavillur fyrir birtingu.

Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk
Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag.

Börn fatlaðs fólks skilin eftir og ráðherra þorir ekki í Kastljós
Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Nei! Þú þarft ekki barnabætur
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum.

Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí
Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum.

Lykillinn að betri heimi er falinn í velferð barna
Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra hefur unnið mikið og gott starf og stigið mörg mikilvæg skref í átt að farsæld barna og fjölskyldna, sem er mjög mikils virði.

Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn
„Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla.

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar
Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“
Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang.

Börnin okkar
Í heimi sem einkennist af síauknum hraða og kapphlaupi við lífsins gæði, hættir okkur til að gleyma því sem mestu máli skiptir. Við gleymum að hugsa um heilsuna og vöknum upp við það einn daginn að við erum komin upp við vegg. Við gleymum að rækta samböndin sem allt í einu eru kulnuð. Við gætum ekki að því að njóta samvista með börnunum okkar sem allt í einu eru orðin fullorðin. Við gerum öll sömu mistökin. Dag eftir dag, ár eftir ár.

Börn bera mestan skaða af hamfarahlýnun
Hamfarahlýnun grefur undan réttindum barna á hverjum einasta degi.

Þrífast börn best á misjöfnu?
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til.

Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið
Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum.

Veruleikinn í skóla án aðgreiningar
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.“Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi.