„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:31 Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahóp fyrir barnaþing segir fullorðna ekki hlusta á krakka. Ráðherrar mættu á þingið í dag. Svandís Svavarsdóttir sendi sjálfri sér ellefu ára gamalli skilaboð á þinginu í dag. Vísir/Egill Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira