Er ríkið að brjóta sín eigin lög á kostnað barna? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2022 13:01 Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Skóla - og menntamál Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vísindavefnum var fyrsta eiginlega Internettengingin á Íslandi árið 1989. Sjö árum seinna, nánar tiltekið 4. mars 1996, gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag sín á milli um að sveitarfélög tækju við rekstri á grunnskólum landsins. Í samkomulaginu voru gerðar ýmsar breytingar á tekjustofnun sveitarfélaganna s.s. hækkun hámarksútsvars til að koma til móts við aukin útgjöld. Ég ætla ekki að fara nánar út í þær útfærslur hér. Þá hélt ríkið öllum námsgagnahluta, þ.e.a.s. þróun, framleiðslu og dreifingu námsgagna, hjá sér og árið 2007 tóku gildi lög um námsgögn (nr. 71/2007). Í fyrstu grein þessara laga segir: „Markmið laga þessara er að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.“ Í lögunum er einnig kveðið á um hlutverk Námsgagnastofnunnar sem „er að leggja grunnskólum til námsgögn í samræmi við meginmarkmið náms og kennslu á grunnskólastigi samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá.“ Í þriðja kafla laganna er fjallað um hlutverk Námsgagnasjóðs en það er að „leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn.“ Ég tel ekki líklegt að marga hafi órað fyrir áhrifum komu Internetsins árið 1989 né sjö árum seinna þegar samkomulagið árið 1996 var gert. Í dag dylst hins vegar ekki nokkrum manni mikilvægi Internetsins, tölvu- og tækjabúnaðar, smáforrita og spjaldtölva sem nýtast til kennslu í grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru um nokkurn kostnað að ræða í kringum þessa þróun. Fyrst ber að nefna búnaðinn sjálfan, þ.e. tölvur, snjalltöflur (smartboard), spjaldtölvur, netinnviði í skólum o.fl. Þá þarf ýmis fjölbreytt forrit í búnaðinn og síðan en ekki síst þarf að fræða og þjálfa starfsfólk til að geta nýtt sér þann búnað og forrit sem í boði er. Þessi kostnaður er tiltölulega stöðugur þar sem sífellt þarf að endurnýja búnað, kaupa áskriftir af forritum, kaupa ný forrit auk þess sem fræðsla starfsfólks þarf að vera stöðug. Samkvæmt úthlutunarreglum Námsgagnasjóðs (nr. 899/2016) er skólum óheimilt að verja fjármunum úr sjóðnum til kaupa á búnaði eða tækjum og þar með þurfa þeir að nota sitt eigið rekstrafé frá sínu sveitarfélagi til þess. Námsgagnastofnun hefur í auknum mæli sett námsefni á vefinn nams.is og þar með færist framleiðslukostnaður að hluta yfir á skólana þar sem þeir þurfa annað hvort að kaupa búnað til að hafa aðgengi því námsefni og/eða prenta það út. Þegar sveitarfélög gera sínar fjárhagsáætlanir reyna þau að haga sinni áætlun með þeim hætti að skólar geti fylgt þessari þróun sem best eftir. Þar með fer hlutur sveitarfélaga í námsgagnakostnaði sífellt stækkandi. Það er því nokkuð augljóst að hægt og sígandi hefur námsgagnakostnaður færst í auknum mæli frá ríki yfir á sveitarfélög og velti ég fyrir mér hvort ríki sé að draga lappirnar er kemur að þróun námsgagna og sé ekki að framfylgja eigin lögum um námsgögn (nr. 71/2007). Af þessu leiðir að skólar eru að einhverju leyti sveltir til að sinna þeirri þróun sem er á námsgögnum þar sem sveitarfélög eru misvel í stakk búin til að standa undir þessum aukna kostnaði sem ríkinu ber samkvæmt lögum að sjá um. Slíkt fjársvelti bitnar á skólastjórum í eilífri baráttu sinni fyrir auknu fjármagni fyrir sinn skóla auk þess sem það bitnar á kennurum sem fá ekki alltaf réttu verkfærin til að sinna vinnu sinni á sem bestan máta en þegar að öllu er á botninn hvolft bitnar þetta auðvitað á endanum mest á börnunum okkar. Það bitnar á þeim í færri tækifærum og fjölbreytni til náms og þó að pirraður kennari að slást við að tengjast prentarum með gömlu úreltu tölvunni sinni getur verið kómískt er lítið gagn í honum þá stundina. Höfundur er formaður fjölskylduráðs Múlaþings.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun