Umboðsmaður segir notkun gulra herbergja helst bundna við börn með sérþarfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2021 15:47 Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi til rannsóknar. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi, eða hvíldarherbergi, í grunnskólum til skoðunar undanfarna mánuði eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um að nemendur væru látnir dúsa í slíkum herbergjum í lengri tíma. Þá hefur verið greint frá tveimur slíkum málum sem hafa verið kærð til lögreglu, annars vegar í Garði og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem greint hafa frá hræðilegri reynslu barna sinna af slíkum herbergjum, sem og við fyrrverandi starfsmenn skóla sem sagt hafa við fréttastofu að þeir sjái eftir að hafa ekki látið vita af notkun slíkra herbergja. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við vísuðu allir til skóla á suðvesturhorni landsins, allt frá Hveragerði yfir í Mosfellsbæ og svo yfir á Suðurnes. Mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðaði þá í máli barnsins í Garði, sem hefur verið kært til lögreglu, og segir í úrskurðinum að notkun hvíldarherbergis af því tagi sem lýst var í úrskurðinum samrýmist ekki ákvæðum laga um grunnskóla. Hefur ráðuneytið óskað eftir því við skóla landsins að notkun slíkra herbergja verði hætt án tafar. Lýsingarnar á herberginu voru slíkar að um væri að ræða litla, gluggalausa kompu. Á úrskurðurinn því ekki endilega við öll hvíldarherbergi og segir í bréfi umboðosmanns að með tilliti til fjölbreytileika hvíldarherbergjanna sé afstaða ráðuneytisins ekki nógu skýr um hvað það er í núverandi framkvæmd skólanna sem ekki samrýmist lögum um grunnskóla né leiðbeinandi um hvernig taka megi betur á þeim málum. Fyrir ritun bréfsins heimsótti umboðsmaður þrjá grunnskóla á suðvesturhorni landsins í nóvember en hafði áður óskað eftir upplýsingum um notkun slíkra herbergja hjá sautján sveitarfélögum. Var tilgangur heimsóknanna fyrst og fremst að skoða hvers konar rými væru nýtt til aðskilnaðar og ræða við starfsmenn skólanna um notkun herbergjanna. Skrifar umboðsmaður strax í upphafi bréfsins að mat hans sé að í heimsóknunum hafi ekki komið fram vísbendingar um að nemendur væru kerfisbundið látnir dvelja í einrúmi, gegn vilja sínum, í svo langan tíma að hann jafnaðist við frelsissviptingu. Tekur hann þó fram að með þessu sé ekki tekin afstaða til einstakra mála. Lesa má bréf umboðsmanns í heild sinni hér. Skóla - og menntamál Grunnskólar Umboðsmaður Alþingis Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02 Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi, eða hvíldarherbergi, í grunnskólum til skoðunar undanfarna mánuði eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um að nemendur væru látnir dúsa í slíkum herbergjum í lengri tíma. Þá hefur verið greint frá tveimur slíkum málum sem hafa verið kærð til lögreglu, annars vegar í Garði og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem greint hafa frá hræðilegri reynslu barna sinna af slíkum herbergjum, sem og við fyrrverandi starfsmenn skóla sem sagt hafa við fréttastofu að þeir sjái eftir að hafa ekki látið vita af notkun slíkra herbergja. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við vísuðu allir til skóla á suðvesturhorni landsins, allt frá Hveragerði yfir í Mosfellsbæ og svo yfir á Suðurnes. Mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðaði þá í máli barnsins í Garði, sem hefur verið kært til lögreglu, og segir í úrskurðinum að notkun hvíldarherbergis af því tagi sem lýst var í úrskurðinum samrýmist ekki ákvæðum laga um grunnskóla. Hefur ráðuneytið óskað eftir því við skóla landsins að notkun slíkra herbergja verði hætt án tafar. Lýsingarnar á herberginu voru slíkar að um væri að ræða litla, gluggalausa kompu. Á úrskurðurinn því ekki endilega við öll hvíldarherbergi og segir í bréfi umboðosmanns að með tilliti til fjölbreytileika hvíldarherbergjanna sé afstaða ráðuneytisins ekki nógu skýr um hvað það er í núverandi framkvæmd skólanna sem ekki samrýmist lögum um grunnskóla né leiðbeinandi um hvernig taka megi betur á þeim málum. Fyrir ritun bréfsins heimsótti umboðsmaður þrjá grunnskóla á suðvesturhorni landsins í nóvember en hafði áður óskað eftir upplýsingum um notkun slíkra herbergja hjá sautján sveitarfélögum. Var tilgangur heimsóknanna fyrst og fremst að skoða hvers konar rými væru nýtt til aðskilnaðar og ræða við starfsmenn skólanna um notkun herbergjanna. Skrifar umboðsmaður strax í upphafi bréfsins að mat hans sé að í heimsóknunum hafi ekki komið fram vísbendingar um að nemendur væru kerfisbundið látnir dvelja í einrúmi, gegn vilja sínum, í svo langan tíma að hann jafnaðist við frelsissviptingu. Tekur hann þó fram að með þessu sé ekki tekin afstaða til einstakra mála. Lesa má bréf umboðsmanns í heild sinni hér.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Umboðsmaður Alþingis Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02 Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02
Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55
Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00