Ástin á götunni

Ólína lék allan leikinn í tapleik Chelsea
Íslenska landsliðskonan Ólína G. Viðarsdóttir var á sínum stað í vörn Chelsea sem tapaði 4-1 fyrir Everton á heimavelli í ensku kvennadeildinni í dag. Edda Garðarsdóttir var allan tímann á varamannabekk Chelsea í dag.

Hemmi Gunn heiðraður fyrir leiki Pepsi-deildarinnar
Vegna skyndilegs fráfalls Hermanns Gunnarssonar eða Hemma Gunn verður sérstök minningarathöfn fyrir hvern leik í næstu umferð Pepsi-deildarinnar sem fer fram í kvöld og á morgun.

Leiknir á toppinn eftir sigur á Þrótti
Leiknir vann í kvöld fínan sigur á Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu og fóru í leiðinni á toppinn í deildinni. Leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli, heimavelli Þróttara.

Þeir eru ekki með lélegra lið en við
Birkir Bjarnason og Hannes Þór Halldórsson eru klárir í slaginn gegn Slóveníu annað kvöld.

Kynslóðaskiptin fyrr en reiknað var með
"Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Alfreð: Einn mikilvægasti leikur sem Ísland hefur spilað
"Er ekki alltaf næsti landsleikur sá allra mikilvægasti,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2, í vikunni.

Sá samviskusami í sambúðinni með Eiði Smára
"Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

Knattspyrnugoðsögnin Hemmi Gunn
Einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, Hermann Gunnarsson, er fallinn frá. Allt frá því Hermann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1963 með Valsmönnum gegn Akureyri hefur hann glatt þjóðina innan sem utan knattspyrnuvallarins.

Hrikaleg mistök íslensks markvarðar
Markverði Kormáks/Hvatar urðu á slæm mistök í viðureign gegn Stál-Úlfi í 4. deild karla á dögunum.

Dómarar á ferð og flugi
Knattspyrnudómararnir Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða í eldlínunni utan landsteinanna í vikunni.

Engin endurnýjun hefur átt sér stað
"Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) er náttúrulega búinn að ná frábærum árangri með þetta lið og lyfta því upp. Það er allt annað í dag og í allt öðru umhverfi," segir Hlynur Svan Eiriksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Grindavík aftur á toppinn
Grindavík vann öruggan 4-1 sigur á Tindastóli í lokaleik fjórðu umferðar 1. deildar karla í dag.

Fyrstu stig Þróttar
Þróttur fékk sín fyrstu stig í 1. deild karla í dag er liðið hafði betur gegn nýliðum Völsungs, 3-1, á Húsavík.

Haukar og Djúpmenn á toppinn
Fjórum leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. Haukar og BÍ/Bolungarvík unnu leiki sína og eru jöfn á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði.

Heillaóskir til stelpnanna
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun. Áhorfendur eru hvattir til að senda stelpunum baráttukveðjur fyrir Evrópumótið í Svíþjóð.

Reykjavíkurstrákarnir lönduðu gullinu
Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja á aldrinum 13-14 ára vann grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn þessa vikuna.

Lagerbäck fór í aðgerð á mjöðm
Það vakti athygli á blaðamannafundi KSÍ í gær að sænski landsliðsþjálfarinn, Lars Lagerbäck, var draghaltur.

Ekki snúa baki við flaggskipi Adidas
"Þetta eru langbestu skórnir og svo er ég ekki frá því að þeir séu ódýrastir einnig. Þið sjáið nú hverju þeir skiluðu í dag.“

Hetjuleg barátta Húsvíkinga
"Við stóðum í þeim og fengum dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem við hefðum átt að skora. Svo fór þetta aðeins að leka hjá okkur þegar við missum markmanninn útaf.“

Dramatík í Vesturbænum en Víkingur áfram
Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Flest úrslit voru eftir bókinni.

Hetjurnar gefa treyjur sínar
Yfir fimmtíu af fremstu knattspyrnukonum og -körlum Íslands hafa áritað og gefið treyju sína til styrktar Sumarbúðum í Reykjadal.

Hvað gerir Aron?
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní.

Gunnar Þorsteinsson eini nýliðinn hjá Eyjólfi
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Armeníu í undankeppni EM í Jerevan fimmtudaginn 6. júní.

Kristján Steinn með tvær þrennur í fyrstu þremur umferðunum
Kristján Steinn Magnússon skoraði þrennu í gær þegar Dalvík/Reynir vann 4-0 sigur á Sindra í 2. deild karla í Boganum á Akureyri. Dalvík/Reynir er með fullt hús eftir þrjár umferðir.

Leiknismenn í góðum gír á Húsavík
Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs.

Fyrsta deildartap KA undir stjórn Bjarna
KF skellti KA 4-1 í Tröllaskagaslag á Ólafsfjarðarvelli í dag en liðin mættust þá í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, lenti undir en svaraði með fjórum mörkum.

Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri
Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum.

Ísland gæti lent með Gíbraltar í riðli í næstu undankeppni
Gíbraltar var í dag tekið inn í Knattspyrnusamband Evrópu og verður 54. meðlimur samtakanna. Ísland gæti því hugsanlega lent í riðli með Gíbraltar í undankeppni EM 2016.

Afríka er brandari sem er löngu búinn
Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar og knattspyrnuliðs Álftaness, segir að leikmenn neðri deilda knattspyrnunnar kvíði því að mæta liði Afríku.