Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við Potsdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 07:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira