Ástin á götunni

Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu
Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti.

Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum
Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Lars þjálfaði liðið sem skoraði síðast fjögur á Ísland í fyrri hálfleik
Íslenska fótboltalandsliðið gróf sig djúpa holu í fyrri hálfleik í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta með því að fá á sig fjögur mörk.

Fyrstir í sögu EM til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik
Íslenska fótboltalandsliðið átti fá svör á móti frábæru frönsku liði í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi.

Þessir níu leikmenn í íslenska liðinu mega ekki fá gult spjald í kvöld
Íslenska fótboltalandsliðið er mætt á Stade de France í París þar sem liðið spilar við heimamenn um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi.

Diego útskrifaður sem íþróttakennari
Spænski Íslendingurinn sem spilaði landsleik fyrir Ísland í janúar kominn með háskólagráðu.

KA á toppinn eftir sigur á Selfossi
Leiknir Reykjavík, KA og KA unnu leiki sína í Inkasso-deild karla, en þrír leikir fóru fram í áttundu umferðinni í kvöld.

Berliner Morgenpost safnar íslenskum víkingaköllum | Vertu með í "Huh! fyrir Ísland"
Íslenska fótboltalandsliðið hefur farið sigurför um heiminn og það er eflaust erfitt að finna stað í heiminum þar sem fólk veit ekki af afrekum strákanna okkar.

Hannes: Ég er stoltur Halldórsson
Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi.

Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni.

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice
Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM
Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.

Rólegasti maðurinn á Arnarhóli orðin frægur í Danmörku | Myndband
Myndirnar af Íslendingum fagna sigri á enska landsliðinu á Arnarhóli hafa verið sýndar út um allan heim enda áhuginn mikill á afreki íslenska fótboltalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi.

Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband
Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM.

Íslenskur landsliðsmaður gæti verið á leiðinni til Grasshopper í Sviss
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti verið kominn í nýtt lið áður en hann klárar EM í Frakklandi því svissneskt stórlið hefur mikinn áhuga á kappanum.

Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband
Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær.

Bræður okkar ljónshjarta
Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun
Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.

Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir
Ragnar Sigurðsson átti stórkostlegan leik í miðju íslensku varnarinnar í kvöld og var heldur betur lykilmaður að Íslandi tókst að senda England heim af Evrópumótinu.

Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins
Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu.

Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld.

Innköstin hans Arons Einars eru engu lík og skila marki í hverjum leik | Myndbönd
Íslenska landsliðið náði að jafna metin á móti Englandi aðeins tveimur mínútum eftir að Wayne Rooney kom enska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu.

Verslunarmiðstöð rýmd í Nice vegna ótta um sprengju
Staðarblaðið Nice Matin segir frá því að verslunarmiðstöð í Nice hafi verið rýmd í dag vegna ótta um að sprengja væri í byggingunni en hún var full af fólki.

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?
Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

Lið framtíðarinnar í vandræðum
Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“.

Nú mega lömbin sparka
England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.

Íslendingarnir byrjaðir að skemmta sér saman í Nice | Myndir
Íslenskir stuðningsmenn hafa streymt til frönsku Rivierunar í gær og í dag og það var mjög flott íslensk stemmning í miðbæ Nice í kvöld.

Heimir Guðjóns gestur Harðar í Sumarmessunni í kvöld
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH og núverandi toppliðs Pepsi-deildarinnar, verður gestur í Sumarmessunni í kvöld þar sem fjallað verður um EM í Frakklandi og Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum.

Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar.

Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni.