Lengjudeild karla

Gary Martin sá um Ólsara og Eyjamenn með fullt hús stiga
ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í Vestmannaeyjum í Lengjudeild karla. Leikurinn hófst kl. 18 og lauk nú rétt í þessu.

Heldur gott gengi Leiknis gegn Keflavík áfram? | Bæði lið stefna upp
Leiknir Reykjavík heimsækir Keflavík í Lengjudeildinni í kvöld. Gestirnir hafa haft tak á heimamönnum undanfarin misseri.

Lengjudeild kvenna: Keflavík á toppinn eftir stórsigur á Augnabliki
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Keflavík vann stóran sigur á Augnablik, 5-0, þar sem Anita Lind Daníelsdóttir skoraði tvö mörk og þær Dröfn Einarsdóttir, Paula Watnick og Natasha Anashi gerðu eitt mark hver.

Fyrrum leikmaður Newcastle til Grindavíkur
Grindavík hefur samið við Englendinginn Mackenzie Heaney en hann kemur á láni frá enska liðinu Whitby Town.

Spiluðu ekki vegna hættu á smiti: „Margt annað mikilvægara í lífinu heldur en fótboltaleikir“
Tveir leikmenn Þórs, Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson, spiluðu ekki með liðinu í gær vegna kórónuveirunnar en þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolti.net eftir leikinn.

Fjórir útisigrar í Lengjudeildinni
Þór, Keflavík, ÍBV og Fram eru öll með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Lengjudeildinni, næstefstu deild karla í fótbolta.

Grindavík marði tíu Þróttara en markalaust í Breiðholti
Eitt mark var skorað í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Lengjudeildinni en heil umferð fer fram í deildinni í dag.

Kæra framkvæmd leiks í 1.umferð Lengjudeildarinnar og vilja spila leikinn aftur
Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði hafa lagt fram kæru og vilja að frumraun liðsins í Lengjudeildinni verði endurtekin þar sem þeir telja framkvæmd leiksins í 1.umferð deildarinnar gegn Fram ólöglega.

Lengjudeild kvenna: Afturelding og Haukar með sigra
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Afturelding og Haukar unnu góða sigra en það var jafntefli í Skagafirði og á Akranesi.