
Höttur

Hattarmenn senda Kanann heim
Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun.

Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina
Eftir þrjá tapleiki í röð er Höttur komið aftur á sigurbraut í Bónus-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Uppgjör og viðtöl á leiðinni.

Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“
Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan.

Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum
Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59.

Adam Eiður: Þetta var viðbjóður
Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91.

Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu
Khalil Shabazz átti framúrskarandi leik þegar Njarðvík vann Hött 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunninn að forustu í fyrsta leikhluta sem gestirnir fylgdu eftir til loka.

Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ
Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi.

Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar.

„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“
„Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik.

„Hann kýldi mig“
Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst.

„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld.

Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane
Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta.

Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur
Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni.

Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“
Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld.

„Naut þessa leiks í botn“
Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil.

Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu
Höttur vann Keflavík 120-115 í framlengdum leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur reyndist sterkari í framlengingunni þótt í henni færu fjórir leikmenn liðsins út af með fimm villur.

Uppgjörið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði
Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik.

Þjálfar litla bróður á Egilsstöðum
Höttur hefur ráðið Spánverjann Salva Guardia sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta.

Fyrrum leikmaður Indiana State og DePaul samdi við Hött
Bandaríski bakvörðurinn Courvoisier McCauley mun spila með Hetti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

Óvænt tíðindi að austan: „Mikil vonbrigði“
Óvænt tíðindi bárust frá Egilsstöðum í dag en Jóhann Árni Ólafsson, sem nýverið tók við sem einn af tveimur þjálfurum karlaliðs Hattar í Bónus deildinni í körfubolta, hefur óskað eftir lausn á samningi sínum af persónulegum ástæðum.

Höttur fær annan Dana til sín: „Vona að þið séuð ekki komin með ógeð af dönskum leikmönnum“
Adam Heede-Andersen samdi við Subway deildar liðið Hött frá Egilsstöðum. Hann hefur verið viðriðinn danska landsliðið og kemur frá Værløse í heimalandinu.

Emma heldur áfram að raða inn mörkum og FHL fór á toppinn
FHL komst aftur á toppinn í Lengjudeild kvenna í fótbolta eftir sex marka stórsigur á Grindavík í Safamýrinni.

„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“
Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili.

Jóhann Árni til Hattar
Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hattar í körfubolta við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar.

Viðar Örn: Stoltur af liðinu fyrir að skilja allt eftir á gólfinu
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar í körfuknattleik, sagðist stoltur af liði sínu fyrir að knýja fram framlengingu gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Valur hafði þar betur og er kominn í undanúrslit.

Einar Árni hættur hjá Hetti
Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara liðs Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, hefur ákveðið að láta af störfum.

Uppgjör og viðtöl: Höttur - Valur 97-102 | Valsmenn í undanúrslit eftir framlengdan leik á Egilsstöðum
Valur er kominn í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sigur á Hetti í fjórða leik liðana á Egilsstöðum í kvöld. Valur virtist með unninn leik í höndunum en heimamenn knúðu fram framlengingu með frábærum fjórða leikhluta.

„Mér finnst þetta fullmikið“
„Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val.

Fær þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda
Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið.