
Gervigreind

Gervigreind byltir byggingabransanum
Upplýsingar um styrk og hita berast í rauntíma frá þráðlausum nemum sem settir eru út í steypuna.

Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd
Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni.

Bein útsending: Skilur fólk gervigreind?
Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um hvernig við gerum gervigreind kleift að læra af reynslu og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa.

Bein útsending: Mun gervigreindin breyta öllu?
Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík.

Gervigreind Google tróð sér inn í spjall Bergs Ebba og kanadísks vinar
Í nýjasta þætti Stofuhita á Stöð 2+ er fjallað um gervigreind frá ýmsum óvæntum vinklum. Meðal þess sem er skoðað er hvernig tölvuforrit eru farin að seilast inn í ákvarðanatökur á vegu sem okkur hefði ekki órað um fyrir nokkrum árum.

Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna.

Bein útsending: Gervigreind og gervital
Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund.

Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi
Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera.

Mennskir blaðamenn löguðu til eftir gervigreindina sem kemur í staðinn fyrir þá
Nýtt gervigreindarforrit Microsoft sem sér um að velja og ritstýra efni sem birtist á MSN.com gerði afdrifarík mistök á dögunum.

Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa.