Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 14:29 JD Vance í pontu í París í dag. AP/Michel Euler Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið. Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Frakkar, Kínverjar og Indverjar, auk annarra en í heildina skrifuðu sextíu ríki undir. BBC hefur eftir yfirvöldum í Bretlandi að þar á bæ hafi menn talið að yfirlýsing væri ekki í hag Bretlands. Því hafi ekki verið hægt að skrifa undir hana. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sótti fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna en þar varaði hann við því að takmarka þróun gervigreindar eða gera hana erfiða með of umfangsmiklum reglugerðum. Hann gaf til kynna að þeir sem gerðu slíkt ættu á hættu að hellast úr lestinni. Samkvæmt frétt Wall Street Journal gerði Vance öðrum á fundinum ljóst að Bandaríkjamenn væru að vinna gervigreindar-kapphlaupið með besta tölvubúnaðinum og besta hugbúnaðinum og þeir ætluðu sér að halda þessu forskoti. Sjá einnig: Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Vance sagði að í stað þess að leggja áherslu á öryggi og eiga á hættu að kæfa mikilvægan iðnað í fæðingu, ætti að ýta undir hraðari þróun gervigreindar. „Evrópskir vinir okkar þurfa sérstaklega að líta til þessarar nýju ónumdu svæða með jákvæðni í huga, frekar en kvíða,“ sagði Vance. Þá fór Vance af fundinum áður en honum lauk og var ekki með á mynd sem tekin var af leiðtogunum. BBC segir greinilegt af viðbrögðum leiðtoga í salnum að ummæli Vance féllu ekki í kramið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafði áður talað um hve mikilvægt það væri að semja góðar reglur um þróun gervigreindar. Öryggi væri nauðsynlegt við þróun hennar. Macron kallaði einnig eftir því að Evrópa verði meira til þróunar gervigreindar í stað þess að fallast á forystu Bandaríkjamanna í þeim efnum. Skammaðist yfir rannsóknum Varaforsetinn gagnrýndi einnig reglur í Evrópu og sagði þær leggja ósanngjarnar byrðar á bandarísk tæknifyrirtæki. Svo virðist sem hann hafi verið að vísa til rannsókna og aðgerða Evrópusambandsins gegn fyrirtækjum eins og Meta, X og Apple, sem gætu kostað fyrirtækin umtalsverðar fjárhæðir í sektir. Vance sagði ríkisstjórn Donalds Trump ekki líta það jákvæðum augum að „sumar erlendar ríkisstjórnir væru að herða skrúfurnar að bandarískum tæknifyrirtækjum“. Hann sagði að slíkt yrði ekki liðið.
Gervigreind Bandaríkin Bretland Frakkland Evrópusambandið Kína Indland Tengdar fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36 Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48 Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Auðjöfurinn Elon Musk og hópur fjárfesta gerðu í gær tilboð í gervigreindarfyrirtækið OpenAI upp á 97,4 milljarða Bandaríkjadala. OpenAI þróaði og á ChatGPT. 11. febrúar 2025 08:36
Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Gestir UT messunnar, sem fer fram um helgina í Hörpu, geta látið taka af sér mynd og látið breyta henni um leið með gervigreind. Sem dæmi verður hægt að breyta sér í íþróttastjörnu, ofurhetju, geimfara eða kúreka svo dæmi séu tekin. 8. febrúar 2025 09:48
Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar. 4. febrúar 2025 07:24