Fótbolti

Fréttamynd

Maguire má yfir­gefa Man United

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska fjölmiðilsins The Guardian mun Manchester United reyna að selja Harry Maguire næsta sumarið. Félagið keypti hann dýrum dómum sumarið 2019 en hann er ekki í plönum Erik ten Hag sem stendur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andri Adolp­hs­son í Stjörnuna

Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Madrídingar unnu seinasta leikinn fyrir HM

Real Madrid vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var seinasti leikur deildarinnar áður en HM í Katar tekur við og Madrídingar fara því inn í pásuna löngu tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar

Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter í Meistara­deildar­sæti eftir stór­sigur

Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn skoraði þegar FCK komst í átta liða úr­slit

FC Kaupmannahöfn komst naumlega í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur gegn Thisted FC í framlengdum leik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði mark FCK í leiknum. Stefán Teitur Þórðarson kom inn af varamannabekknum hjá Silkeborg er liðið tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Norr­köping vill kaupa Arnór til baka frá CSKA

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er á fullu þessa dagana að reyna festa kaup á fyrrum leikmanni liðsins, Arnóri Sigurðssyni. Hann lék með liðinu síðari hluta tímabils eftir að hafa fengið undanþágu frá FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Vitum að þetta er karl­lægur heimur, þessi knatt­spyrnu­heimur“

Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi.

Fótbolti