Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2022 07:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Freyr Alexandersson. Vísir/Lyngby Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira