Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Hyggjast halda breytta Söngva­keppni á næsta ári

RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norður­löndum

Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land mun taka þátt í Euro­vision

Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Lífið
Fréttamynd

Fresta á­kvörðun um þátt­töku í Euro­vision

Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár.

Lífið
Fréttamynd

Ræðst á morgun hvort Ís­land taki þátt í Euro­vision

Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein.

Lífið
Fréttamynd

„Ó­trú­legt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV

Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Ó­eirð á hjúkrunar­heimilum vegna enda­lausra í­þrótta á RÚV

Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­rétt­læti sem verði að leið­rétta

„Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. 

Innlent
Fréttamynd

Strámaðurinn mikli

Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf.

Skoðun
Fréttamynd

Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest

Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta.

Innlent
Fréttamynd

Leysir frá brandar­askjóðunni

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi.

Lífið
Fréttamynd

Segir kæru Kristjáns út í hött

Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku.

Innlent
Fréttamynd

„Lýta­laus ís­lenska“ er ekki til

Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Að gefnu til­efni

Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. 

Skoðun
Fréttamynd

Freyja snýr sér að þáttastjórnun

Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks.

Lífið
Fréttamynd

RÚV fær liðs­styrk frá Heimildinni

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst.

Innlent
Fréttamynd

Hjör­var fær gula spjaldið frá RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skoða að gera RÚV aftur að hefðbundinni ríkisstofnun

Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að kannaðir verði kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði gert að hefðibundinni ríkisstofnun að nýju. Þetta kemur fram í meirihlutaáliti um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 sem lagt var fram á þingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­legt 2007!

Er stór hluti íslensku þjóðarinnar í einhverskonar draumheimi og þráir ekkert meir en að komast aftur í þann veruleika og hugsunarheim sem stundum er kallaður 2007. Þetta er jú bara algört 2007 er stundum sagt og allir vita við hvað er átt.

Skoðun
Fréttamynd

Hræðist að ís­lenskan hljóti sömu ör­lög og geir­fuglinn

„Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“

Innlent