Besta deild karla

KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir
Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag.

„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“
Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu.

„Búinn að vera tilfinningarússibani“
Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé.

„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“
Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær.

Sjáðu rauðu spjöld KR-inga, mark beint úr horni og öll hin mörkin í gær
Víkingur, Breiðablik og HK fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar þrír síðustu leikirnir fóru fram í sjöttu umferðinni. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér inn á Vísi.

„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“
Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur.

„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“
Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli.

„Förum glaðir úr Lautinni“
Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum.

Uppgjörið og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | FH fatast flugið en Víkingur aftur á beinu brautinni
Víkingur vann 2-0 gegn FH í toppslag Bestu deildar karla. Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar fyrir leik en Víkingur vermir nú toppsætið þegar sex umferðir hafa verið spilaðar.

Gregg: Algjörlega óásættanlegt
HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið.

Uppgjör: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Öruggur sigur Blika á lánlausum Fylkismönnum
Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð.

Uppgjör: KR-HK 1-2 | Frækinn sigur HK á Meistaravöllum
KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi.

Meiðslavandræði Vestra virðast engan enda ætla að taka
Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðslavandræðum í upphafi frumraunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sé rifbeinsbrotinn og verður hann frá í tólf vikur.

Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi
Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi.

„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“
KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs.

„Mikilvægt að ná upp stöðugleika“
Valsarar stukku uppí þriðja sæti Bestu deildinni með sigri á KA í dag. Patrik Pedersen skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Vals sem vann þar með annan leikinn í röð í fyrsta sinn á tímabilinu.

Bjarni Mark: Sendi hjarta til baka, enda elska ég þá alla
Valur vann sannfærandi sigur á KA í 6. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Staðan í lok leiks var 3-1 fyrir Val eftir tvö mörk frá Patrik Pedersen. Valur náði þar með í sinn annan sigur í röð og eru komnir á gott ról.

Davíð Smári: Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst
Vestri tapaði sínum öðrum leik í röð í Bestu deildinni í dag. 3-0 ósigur á Akranesi gegn heimamönnum staðreynd í leik þar sem lítið gekk upp hjá gestunum.

Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök
Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök.

Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna
ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna.

Sjáðu frábært spil skila tveimur mörkum í Garðabæ
Mörkin tvö í Garðabæ í gær, þegar Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, voru ekki sérstaklega ólík. Mörkin má nú sjá á Vísi.

„Við erum helvíti seigir“
„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit því mér fannst við vera betri,“ byrjaði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram.

Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fram 1-1 | Aftur komu Rúnarsmenn til baka
Annan útileikinn í röð gerði Fram 1-1 jafntefli eftir að hafa lent undir. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar fóru með stig úr Garðabænum eftir leikinn gegn Stjörnumönnum í kvöld.

„Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“
Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins.

Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins
Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi.

Arnar í tveggja leikja bann
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Arnar Grétarsson, þjálfara Vals í Bestu deild karla í tveggja leikja bann.

Aðeins einn uppalinn Valsmaður í Bestu deild karla
Birkir Már Sævarsson er eini uppaldi Valsmaðurinn sem er að spila í Bestu deild karla.

„Maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur“
Viðar Örn Kjartansson segir að fjarvera sín í leik KA og KR hafi verið blásin full mikið upp og segir málinu lokið. Hann segist enn eiga eitthvað í land til að komast í sitt besta form en er staðráðinn í að hjálpa KA-mönnum að komast á sigurbraut.

„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“
Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Adam hundfúll og Arnar beint í símann
Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.