Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 13:02 Nikolaj Hansen þurfti að fjarlægja logandi blys af gervigrasinu í Víkinni. Nóttina fyrir leik voru mörg bretti máluð í Breiðablikslitum af óprúttnum aðila. Óspektir stuðningsmanna á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta eru komnar inn á borð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Víkingar kalla einnig eftir refsingu vegna skemmdarverka í skjóli nætur fyrir leik en ólíklegt mun vera að nefndin refsi Blikum vegna þeirra. Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Nóttina fyrir úrslitaleikinn komst óprúttinn aðili inn á Víkingssvæði, vopnaður málningarrúllu og grænni málningu í anda Breiðabliks. Samkvæmt frétt Fótbolta.net málaði hann um 250-300 bretti í grænum lit, af um 2.000 brettum sem komið var upp sérstaklega vegna leiksins til að sem flestir áhorfendur gætu orðið vitni að sögulegri stund. Í frétt Fótbolta.net var því jafnframt haldið fram að Víkingar ætluðu að kæra Breiðablik vegna málsins, og að tjónið næmi einni og hálfri milljón. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir í samtali við Vísi í dag að enn standi til að leita til KSÍ vegna málsins. Tjónið vegna brettanna sé minna en óttast var en að málning hafi einnig farið á stóra auglýsingaseglborða sem hver um sig kosti 70-80 þúsund krónur í framleiðslu. „Þetta var tilkynnt til lögreglu og mér finnst mikilvægt að menn komist ekki upp með þetta. Það verða að vera einhver viðurlög, annars endar þetta bara í einhverri vitleysu,“ segir Haraldur við Vísi. Blysi kastað inn á völlinn Það á eftir að skýrast hvað lögregla aðhefst vegna málsins en samkvæmt upplýsingum Vísis er aftur á móti afar ólíklegt að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ refsi Breiðabliki vegna skemmdarverkanna. Þau voru unnin langt utan þess tímaramma sem alla jafna er miðað við varðandi mögulegar refsingar félaga vegna óláta stuðningsmanna á leikjum. Þó mun vera minnst á skemmdarverkin í langri atvikalýsingu eftirlitsmanns KSÍ þar sem önnur ólæti, á meðan á leik stóð, eru rakin. Þar mun meðal annars vera horft til þess að stuðningsmenn beggja liða kveiktu á blysum. Í eitt skiptið, eftir þriðja og síðasta mark Blika í 3-0 sigrinum sem tryggði þeim titilinn, þurfti Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, að fjarlægja logandi blys af gervigrasvellinum eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Nikolaj fjarlægði blys af vellinum Aga- og úrskurðarnefnd gefur væntanlega bæði Víkingi og Breiðabliki færi á að segja sína hlið áður en hún fundar næsta þriðjudag, þar sem úrskurðar má vænta.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira