
Besta deild karla

Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska félagið Odds BK frá ÍA.

Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings
Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Lengsta undirbúningstímabilið að klárast
Baldur Sigurðsson mun venju samkvæmt hita upp fyrir fótboltasumarið með því að hitta lið úr Bestu deildunum á æfingum.

Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni
Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, er ekki skemmt eftir að einn af leikmönnum liðsins, Alex Freyr Elísson, skrópaði á æfingu í æfingaferð Framara á Spáni.

Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu
Stjörnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson getur þakkað fyrir það að fá bara tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum á dögunum.

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í fótbolta, viðurkennir að hafa veðjað á leiki í Bestu deild karla. Hann segist hafa brugðist sjálfum sér og segir að dómstólar KSÍ muni fá mál hans til rannsóknar.

Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Norski miðjumaðurinn Marius Lundemo hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Bestu deild karla næstu tvö árin. Lundemo kom til móts við Valsmenn sem eru í æfingaferð á Marbella á Spáni.

Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur beðið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann KR, afsökunar á tæklingu gærdagsins sem hefur vakið töluverða athygli. Þetta staðfestir þjálfari KR.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei
Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.

Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu
FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Víðir með Vestmannaeyingum í sumar
Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar.

Daði Berg frá Víkingi til Vestra
Vestri hefur fengið Daða Berg Jónsson á láni frá Víkingi. Hann er annar leikmaðurinn sem Vestri hefur fengið á jafn mörgum dögum.

Víkingar skipta um gír
Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja
Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.

Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val
Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.

Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann hlaut kjör á aðalfundi deildarinnar í gær og tekur við Páli Kristjánssyni.

Atli Sigurjóns framlengir við KR
Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR
Björgvin Brimi Andrésson hefur ákveðið að hætta hjá KR og fara frekar aftur til uppeldisfélags síns Gróttu.

FH-ingar æfðu á grasi í febrúar
FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll.

Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður
Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson hefur samið á ný við KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan.

Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð.

ÍA fær Baldvin frá Fjölni
Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir ÍA og skrifar undir samning á Akranesi út tímabilið 2027 í Bestu deild karla í fótbolta.

Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Kjartan Kári Halldórsson gæti verið á leið til Vals frá FH. Valsmenn hafa elst við leikmanninn um hríð en Hlíðarendafélagið á þó eftir að semja um kaup og kjör.

„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“
„Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag.

Gylfi orðinn Víkingur
Landsliðsmaðurinn í fótbolta, Gylfi Þór Sigurðsson, var kynntur sem nýr leikmaður Víkings á blaðamannafundi í Víkinni í dag. Hann gerði tveggja ára samning við Fossvogsfélagið.

Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram í dag. Það voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins.