Þór Akureyri

Fréttamynd

Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu

Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Breiða­blik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum

Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga.

Körfubolti
Fréttamynd

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki: Það eru ótal leikmenn á lausu

Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var sáttur við liðsframlagið í dag þrátt fyrir stórt stap gegn Stjörnunni í leik sem fram fór á Akureyri fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en gestirnir stungu af í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með 68-94 sigri gestanna.

Körfubolti