

Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98.
Íslandsmeistarar Vals urðu að sætta sig við tíu stiga tap, 98-88, gegn bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni KKÍ karla. Leikurinn fór fram í Blue-höll þeirra Keflvíkinga.
Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu.
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur urðu að sætta sig við tap gegn Þór Akureyri, 86-82, í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í dag. Þór spilaði leikinn eftir að hafa mætt Keflavík í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðasta tímabili.
Það er gríðarlega mikið í húfi á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Afturelding og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeild karla í fótbolta.
Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum.
Keflavík er komið úrslit umspils um sæti í Bestu deild karla þrátt fyrir 2-3 tap fyrir ÍR á heimavelli í dag. Keflvíkingar unnu einvígið, 6-4 samanlagt.
Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur.
Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir.
Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag.
Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag.
Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag.
Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls var mjög ánægður með leik síns lið í dag en Tindastóll lagði Keflavík 2-1 í neðri hluta Bestu deildar kvenna.
Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildarinnar.
Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrsta leiknum eftir að Jonathan Glenn var látinn fara sem þjálfari liðsins. Áfram munar þremur stigum á liðunum í Bestu deild kvenna.
Botnlið Bestu deildar kvenna, Keflavík, hefur sagt þjálfaranum Jonathan Glenn upp störfum.
„Þetta er óskiljanlegt, að fá á sig fjögur mörk, í seinni hálfleik,“ sagði Helena Ólafsdóttir um 3-4 tap Keflavíkur gegn FH þar sem heimakonur komust þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en hrundu gjörsamlega í seinni hálfleik.
Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum.
Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld.
Keflavík fékk Víking í heimsókn í dag í Bestu deild kvenna. Var leikurinn liður í 16. umferð deildarinnar. Lauk leiknum með 1-2 sigri gestanna sem hafa þar með svo gott sem tryggt sig í efri hluta deildarinnar. Keflavík er enn í harðri fallbaráttu á botni deildarinnar.
Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.
Keflavík vann dramatískan sigur á Þór, 3-2, þegar liðin mættust suður með sjó í Lengjudeild karla í kvöld. Þá gerðu Dalvík/Reynir og ÍR 1-1 jafntefli fyrir norðan.
Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum.
Íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfunni hafa samið við bandarísku körfuboltakonuna Jasmine Dickey. Það er ljóst að þar fer öflugur leikmaður.
Keflavík hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Bónus deild karla í körfubolta á næsta tímabili.
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Íslandsmeistarar Vals hafa nú unnið níu leiki í röð í deild og bikar en heppnin var svo sannarlega með þeim þegar liðið lagði Keflavík í Bestu deild kvenna í dag.