„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:44 Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur í kvöld Facebook/Keflavík karfa Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. „Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
„Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira