Bókaútgáfa

Fréttamynd

Fal­legustu bækur í heimi til sýnis í Garða­bæ

Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. 

Menning
Fréttamynd

Morð­hótun með mynd af strengja­brúðu

Fyrr í vikunni kom út hjá Storytel spennusagan Brúðumeistarinn eftir verðlaunahöfundinn Óskar Guðmundsson í mögnuðum lestri Daníels Ágústs Haraldssonar. Bókin er allt í senn; spennandi, hrollvekjandi og áleitin glæpasaga þar sem rannsóknarteymið Ylfa og Valdimar koma við sögu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vetrarparadísin höfðar til ís­lenskra bókakaupenda

Þá liggur það fyrir og kemur ekki á óvart; söluhæsta bók síðasta árs var Sæluríki Arnaldar Indriðasonar. Á hæla hans fylgja þau Yrsa Sigurðardóttir með Frýs í æðum blóð og Snjór í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Menning
Fréttamynd

Frasa­bókin er svarti foli þessarar ver­tíðar

Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Menning
Fréttamynd

Segir bók Þor­valdar rugl frá upp­hafi til enda

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, mætti í Bítið í morgun til að ræða bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítuna – spillingarsögu. Jón Steinar sagði ekki eitt einasta atriði sem þar er um sig skrifað, í bók ef bók skyldi kalla, halda vatni.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og konfekt­moli sem mann langar í aftur og aftur“

Ástarsögufélagið gefur í næstu viku út sína fyrstu bók, Munnbiti. Bókin er skrifuð af félögum félagsins og eru nær allir þeirra með verk í bókinni. Meðal höfunda eru handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sem stígur sín fyrstu skref í ástarsögugerð í bókinni. 

Lífið
Fréttamynd

Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“

Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ná­lægt því að upp­fylla bókaþörf barnanna

Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 

Innlent
Fréttamynd

Fantasía sem mótaðist á heims­horna­flakki

Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Orri ó­stöðvandi sækir að kónginum

Nýr bóksölulisti lítur dagsins ljós. Menn eru að koma sér fyrir. Eins og oft áður er Arnaldur Indriðason efstur, bæði í sölu þeirrar viku sem listinn tekur til sem og á uppsöfnuðum lista frá áramótum. En rithöfundar eru að koma sér fyrir á listum og skapa sér vígstöðu.

Menning
Fréttamynd

Sú yngsta í sögunni til að hljóta til­nefningu

Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna.

Menning
Fréttamynd

Æsi­leg meta­fóra um leitina að ljósinu

Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt

Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega.

Menning
Fréttamynd

Þetta er Purrkur Pillnikk

Purrkur Pillnikk, sú goðsagnakennda pönksveit sem margir muna úr kvikmyndinni Rokki í Reykjavík og margir telja reyndar eina bestu hljómsveit þess merka tímabils í tónlistarsögunni, eru að senda frá sér heildarsafn verka sinna og nýtt efni að auki. Þeir stíga á stokk á laugardaginn komandi.

Lífið
Fréttamynd

Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu

Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár.

Lífið
Fréttamynd

„Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin“

Frelsisþrá, áköf réttlætiskennd og fjötrar fátæktar, ævintýralegar persónur byggðar á sannsögulegum fyrirmyndum, uppreisnarhugur og eldfjörug atburðarás: Allt þetta má finna í nýrri og bráðskemmtilegri sögulegri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, þar sem sagt er frá raunverulegum glæp, undirbúningi hans, eftirmálum og þungum refsidómum í litlu sjávarplássi á Íslandi snemma á 19. öld.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Flóð­gáttirnar opnast þegar loksins er rætt um á­föllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Innlent