Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 25. nóvember 2024 12:07 Moldin heit eftir Birgittu Björg Guðmarsdóttur er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún Nýræktarstyrk árið 2024. Áður hefur hún gefið út skáldsöguna Skotheld. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn og segir þetta um bókina. Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Moldin heit fjallar um hina ungu Karen sem situr í upphafi sögunnar á aftasta bekk í jarðarför ástmanns síns. Karen er dansari í ónefndum dansflokki og er líf hennar litað af sköpun og líkamlegum sársauka. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Stúdía á líkömum Um tíma minnti söguþráðurinn mig á kvikmyndina Black Swan (2010) þar sem dansarinn Karen leggur allt í sölurnar fyrir mikilvægan sólódans, en lesandi fær að kafa djúpt í tilfinningalíf aðalpersónunnar sem er lýst á ljóðrænan máta. Líkaminn er stórt og fyrirferðarmikið þema í verkinu, þarna koma fyrir ósjálfráða líkamar, líkamar á hreyfingu, líkamar sem frjósa og því er lýst hvernig tónlist skekur líkamann og má því segja að aðalpersónan nánast líkamnist fyrir lesandanum. Margir partar í sögunni eru auk þess góð núvitundaráminning þar sem lesandi er minntur á líkamsvitund og öndun. Það mætti því segja að bókin sé hálfgerð stúdía á líkömum. Skapandi persónur Verkið er einnig tilraun til að fanga kjarna sköpunar og ýmissa listforma, en allar persónur sögunnar eiga það sameiginlegt að þrífast í listinni á einhvern hátt. Karen er auðvitað dansari og líkami hennar því verkfæri og list í sjálfu sér, ástmaðurinn heitni var ljósmyndari, Ýmir vinur hennar er píanóleikari og vinkona hennar Esja er síðan söngkona. Auk þess er togstreitan, eða hugmyndafræðilegi munurinn, sem Birgitta lýsir á milli hreyfingar dansins annars vegar og svo tilhneigingu ljósmyndunnar til að frysta hreyfingu hins vegar sett upp á mjög áhugaverðan hátt. ,,Líkaminn á pappírnum var ekki verkfærið sem ég þekkti’,’ (bls. 101) segir Karen meðal annars þegar hún uppgötvar það sem henni þykir óþægilegur munur á milli sín og þess sem hún elskar. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.
Bókaútgáfa Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira