Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 11. nóvember 2024 13:52 Rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Múffa. Skáldsagan Múffa eftir Jónas Reyni Gunnarsson er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka Sif Stefánsdóttir segir þetta um bókina. Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira