
Matvælaframleiðsla

Björguðu yfir þúsund köttum frá slátrun
Lögregla í Zhangjiagang borg í Kína hefur bjargað yfir þúsund köttum frá slátrun. Til stóð að selja kjötið af köttunum og dulbúa það sem svína-og kindakjöt.

„Það er engin framtíð í þessu“
Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna.

Framleiðsla á dilkakjöti á Íslandi að hverfa
Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári 2023 og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn.

Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði
Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu.

Fæðuöryggi á krossgötum
Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum.

Innkalla Smákökudeig Evu Laufeyjar vegna pekanhneta
Myllan innkallar smákökudeig sem framleitt er undir nafni Evu Laufeyjar. Hluti framleiðslunnar var merktur sem súkkulaðideig en inniheldur deig með trönuberjum og pekanhnetur, sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur.

Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað
Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum.

Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti
Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri.

Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins
Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður.

Bein útsending: Nýtt fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum
Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum á fundi sem hefst klukkan 11:30.

Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni
Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu.

Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi
Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það.

Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni
Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni.

„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi
Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma.

Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi
Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar.

Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag.

Bændur gefast upp eða draga saman seglin
Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda.

Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“
Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“.

Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm
Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi.

Hætta á matareitrun: Innkalla ostasósu
Aðföng hafa ákveðið að innkalla ostasósuna „Santa Maria Dip Nacho Cheese Style“ í 250 gramma dósum. Ástæða innköllunarinnar er að í tiltekinni framleiðslulotu greindist baktería sem valdið getur matareitrun.

Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“
Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast.

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum.

Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi
Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir.

Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi
Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni.

Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali
Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi.

Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar
Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum.

Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag
Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku.

Fimm og hálfri milljón alifugla slátrað á Íslandi í fyrra
Árið 2022 slátruðu alifuglabændur hérlendis ríflega 5,6 milljónum alifugla, það er, kjúkling eða kalkún. Kjötið sem framleitt var samsvaraði 9.501 tonni.

Tilvistarkreppa ólífuolíunnar
Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni.