Færeyska 757-þotan fær aðra ferð á Vogaflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2024 11:30 Boeing 757-þota FarCargo lenti í fyrsta sinn á Vogaflugvelli í síðustu viku en á undanþágu fyrir einni ferð. Jónis Albert Nielsen/jn.fo Boeing 757-flutningaþota færeyska félagsins FarCargo hefur fengið undanþágu frá dönskum samgönguyfirvöldum til að lenda í Færeyjum í dag. Áform um reglulega fiskflutninga eru í uppnámi þar sem reglugerð fyrir Vogaflugvöll, eina flugvöll Færeyinga, takmarkar vænghaf þeirra flugvéla sem mega nota völlinn við allt að 36 metra en 757-þotan er með 41 metra breitt vænghaf. Flugvél FarCargo, dótturfélags fiskeldisrisans Bakkafrosts, lenti í fyrsta sinn í Færeyjum fyrir rúmri viku og var komu hennar þá fagnað með viðhöfn. Hún flaug síðan með fyrsta farminn, ferskan eldislax, til New York með millilendingu í Keflavík. Í staðinn fyrir að hefja reglubundið vöruflug var henni flogið til Billund í Danmörku þar sem hún hefur staðið óhreyfð síðan meðan reynt er að greiða úr málum. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið er hið vandræðalegasta en eftir jómfrúarflugið upplýstu færeyskir fjölmiðlar að þotan hefði aðeins fengið undanþágu fyrir þetta eina flug. Bæði FarCargo og flugvallaryfirvöld í Færeyjum virðast hafa staðið í þeirri trú að öll leyfi væru komin í höfn þegar danska samgöngustofan greip í taumana. Ástæðan var sú að Vogaflugvöllur er skráður með viðmiðunarkóða C en hefði þurft að vera með kóða D, sem leyfir flugvélar með allt að 52 metra vænghaf. Núna hefur 757-þotan Eysturoy aftur fengið bráðabirgðaleyfi til að lenda í Vogum en aðeins fyrir þessari einu ferð í dag. Áformað er að hún fljúgi frá Billund um miðjan dag og lendi í Færeyjum síðdegis. Þar verður þotan fyllt af ferskum laxi og síðan haldið til Keflavíkur um kvöldmatarleytið þar sem millilent verður til eldsneytistöku á leiðinni vestur um haf til New York. Þotan getur borið allt að 35 tonna farm.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Kringvarp Færeyja hefur eftir flugvallarstjóranum í Vogum að beðið sé eftir varanlegu leyfi fyrir 757-þotuna til að lenda í Færeyjum. „Við vitum ekki hvenær varanlegt leyfi kemur en það verður fljótlega,“ segir flugvallarstjórinn. „Eins og við áttum von á erum við aftur komin með lendingarleyfi, eins og við fengum í síðustu viku. Núna hyggjumst við hefja reglulegt flug,“ segir Birgir Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo, í færslu á Facebook. Færeyjar Fréttir af flugi Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Matvælaframleiðsla Fiskeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Flugvél FarCargo, dótturfélags fiskeldisrisans Bakkafrosts, lenti í fyrsta sinn í Færeyjum fyrir rúmri viku og var komu hennar þá fagnað með viðhöfn. Hún flaug síðan með fyrsta farminn, ferskan eldislax, til New York með millilendingu í Keflavík. Í staðinn fyrir að hefja reglubundið vöruflug var henni flogið til Billund í Danmörku þar sem hún hefur staðið óhreyfð síðan meðan reynt er að greiða úr málum. Þotan var upphaflega smíðuð til farþegaflugs árið 2001 en FarCargo lét breyta henni í fraktflugvél.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Málið er hið vandræðalegasta en eftir jómfrúarflugið upplýstu færeyskir fjölmiðlar að þotan hefði aðeins fengið undanþágu fyrir þetta eina flug. Bæði FarCargo og flugvallaryfirvöld í Færeyjum virðast hafa staðið í þeirri trú að öll leyfi væru komin í höfn þegar danska samgöngustofan greip í taumana. Ástæðan var sú að Vogaflugvöllur er skráður með viðmiðunarkóða C en hefði þurft að vera með kóða D, sem leyfir flugvélar með allt að 52 metra vænghaf. Núna hefur 757-þotan Eysturoy aftur fengið bráðabirgðaleyfi til að lenda í Vogum en aðeins fyrir þessari einu ferð í dag. Áformað er að hún fljúgi frá Billund um miðjan dag og lendi í Færeyjum síðdegis. Þar verður þotan fyllt af ferskum laxi og síðan haldið til Keflavíkur um kvöldmatarleytið þar sem millilent verður til eldsneytistöku á leiðinni vestur um haf til New York. Þotan getur borið allt að 35 tonna farm.Jónis Albert Nielsen/jn.fo Kringvarp Færeyja hefur eftir flugvallarstjóranum í Vogum að beðið sé eftir varanlegu leyfi fyrir 757-þotuna til að lenda í Færeyjum. „Við vitum ekki hvenær varanlegt leyfi kemur en það verður fljótlega,“ segir flugvallarstjórinn. „Eins og við áttum von á erum við aftur komin með lendingarleyfi, eins og við fengum í síðustu viku. Núna hyggjumst við hefja reglulegt flug,“ segir Birgir Nielsen, framkvæmdastjóri FarCargo, í færslu á Facebook.
Færeyjar Fréttir af flugi Lax Sjókvíaeldi Keflavíkurflugvöllur Matvælaframleiðsla Fiskeldi Tengdar fréttir Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40 Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42 Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Boeing 757-þotan fær ekki að lenda í Færeyjum Áform færeyska fiskeldisfyrirtækisins Bakkafrosts um reglubundið flug með ferskan lax frá Færeyjum eru í uppnámi þar sem Boeing 757-fraktflutningaþota dótturfélagsins FarCargo fær ekki að lenda á flugvellinum í Vogum. Ástæðan er sú að 41 metra vænghaf hennar telst of breitt fyrir þennan eina flugvöll Færeyinga sem skilgreindur er fyrir allt að 36 metra vænghaf flugvéla. 10. mars 2024 10:40
Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. 6. mars 2024 12:42
Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. 24. apríl 2023 11:03