Einokunarmjólk? Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 27. mars 2024 14:32 Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.