Einokunarmjólk? Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 27. mars 2024 14:32 Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu daga um landbúnaðarkerfið og nýsamþykkta undanþágu fyrir íslenskan kjötiðnað hefur verið heldur óreiðukennd. Ýmislegt hefur verið sagt sem stenst einfaldlega ekki skoðun, eða verður að taka með fyrirvara. Eitt af því er fullyrðing um að undanþágan sem veitt var fyrir kjötiðnað og undanþágan frá samkeppnislögum sem hefur verið í gildi um langt skeið fyrir mjólkuriðnað, séu að fullu sambærilegar og að einokun ríki í mjólkuriðnaði. Það sem er rétt er að íslenskur mjólkuriðnaður er undanþeginn samkeppnislögum og enginn vafi er á því að MS er í markaðsráðandi stöðu. Hins vegar verður samhliða að hafa í huga að afkoma bænda og staða neytenda við þessar markaðsaðstæður er baktryggð með opinberri verðlagningu Verðlagsnefndar búvara. Nefndin ákveður þannig lágmarksverð til bænda og hámarksverð í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara vinnur innan lögbundins ramma sem er skýrt skilgreindur í búvörulögum. Þannig segir til að mynda í lögunum um ákvarðanir um lágmarksverð mjólkur að það skuli byggja á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Um ákvörðun nefndarinnar um heildsöluverð segir síðan til að mynda að það sé ákveðið að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara. Í Verðlagsnefnd búvara eiga fast sæti fulltrúar matvælaráðuneytisins, ASÍ og BSRB. Fulltrúar bænda og iðnaðarins eiga einnig sæti í nefndinni þegar þeirra málefni eru til umfjöllunar. Þannig að gagnsæi er til staðar og hagaðilar koma beint að ákvörðunum. Samhliða framangreindu er framleiðslustýring innbyggð í landbúnaðarkerfið í mjólkurframleiðslu sem hefur það tvíþætta hlutverk að koma í veg fyrir “smjörfjöll” og að tryggja að framleiðslan uppfylli innanlandsþarfir. Síðarnefnda hlutverkið er til mikillar fyrirmyndar á þeirri vegferð að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa einnig bein áhrif á verðmyndun á mjólkurafurðum með stuðningsgreiðslum til bænda. Í mjólkurframleiðslunni koma þessar stuðningsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun á lágmarksverði til bænda og hafa þannig einnig bein áhrif til lækkunar á verði til neytenda. Það er álit undirritaðs að kerfið í kringum mjólkurframleiðsluna sé að grunninum til vel upp sett út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Markmiðin eru skýr og helstu viðmið og útfærslur er að finna í texta laganna. Eins og oft vill vera þá er erfitt að sjá allt fyrir þegar lög eru sett og það sem undirritaður hefur rekið sig á við greiningar á kerfinu er að helsti gallinn virðist vera mannlegur. Þannig verður vart annað séð en að skort hafi á fylgni hjá nefndinni við búvörulögin um nokkuð langt skeið, sem hefur valdið því að þar hallar nokkuð á bændur. Endurspeglast þessi staða í því að áætlað var að mjólkurframleiðslan skilaði í heild tapi á árinu 2023 sem er staða sem á ekki að geta komið upp samkvæmt lögunum. Nýr verðlagsgrunnur er í sjónmáli sem á að rétta kúrsinn til framtíðar litið, en til þess að svo verði þarf líka að fylgja breytt verklag í Verðlagsnefnd búvara og öflugra eftirlit í matvælaráðuneytinu sem tryggir fylgni við lögin. Mjólkuriðnaðurinn er um margt einsleitari markaður en kjötiðnaðurinn, þar sem fyrirfinnast margar tegundir kjöts. Það kerfi sem mjólkuriðnaðurinn býr við er með innbyggða varnagla sem verja bæði bændur og neytendur. Enn er óljóst hvaða varnaglar verða settir eða til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið vegna nýtilkominnar undanþágu frá samkeppnislögum fyrir kjötiðnaðinn, en telja verður að það liggi í augum uppi að einhver bjargráð verða að vera til að tryggja afkomu bænda og hag neytenda í breyttu umhverfi. Höfundur er yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun