
Lífið

Gott að semja með kærastanum
„Ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka svo mikið til,“ segir Bryndís Jakobsdóttir sem spilar í Kaldalónssal Hörpunnar á laugardagskvöld.

Lifandi vísindi Bjarkar
Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlunar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun.

Barnalán hjá Góa
Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, eignaðist sitt annað barn á dögunum ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Ýri Óskarsdóttir. Þau eignuðust litla stúlku sem hefur fengið nafnið Kristín Þórdís, en fyrir áttu þau drenginn Óskar Sigurbjörn. Gói hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að hann leiki fyrir börnin í Eldfærunum standa yfir lokaæfingar á leikritinu Kirsuberjagarðinum, sem frumsýnt verður 28. október.- sh, - hdm

Javier Bardem gerir Bond lífið leitt
Stærstu fréttirnar í Hollywood í gær voru án nokkurs vafa þær að Javier Bardem myndi leika aðalskúrkinn í Bond-mynd númer 23. Þar með er það staðfest að framleiðendur Bond-myndanna ætla að leggja allt í sölurnar fyrir hálfrar aldar afmæli myndanna um leyniþjónustumanninn.

Jim Carrey á móti Carell
Spéfuglinn Jim Carrey er í viðræðum um að leika í kvikmyndinni Burt Wonderstone. Þar myndi hann leika götutónlistarmann í Las Vegas. Með aðalhlutverk myndarinnar fer annar grínisti, Steve Carell. Þeir tveir hafa áður leikið saman, í Bruce Almighty sem kom út 2003.

Johnny Depp snýr aftur
Johnny Depp hefur aldrei farið leynt með þá ósk sína að hann fái hlutverk í kvikmyndaútfærslu sjónvarpsþáttanna 21 Jump Street. Margir hafa haldið því fram að hlutverk Depps yrði hálfgert feluhlutverk en orðrómur um að leikarinn verði í stórri rullu hefur fengið byr undir báða vængi að undanförnu.


Kutcher í klandri
Sara Leal, konan sem Ashton Kutcher hélt framhjá Demi Moore með, hefur í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega við tímaritið US Weekly. Og hún bætir ekki málstað Kutchers. Hún segist nefnilega hafa sofið hjá Kutcher í tvígang á brúðkaupsafmæli þeirra hjóna og eftir þau nánu kynni á Kutcher að hafa sagt að hann hafi aldrei upplifað slíka tilfinningu áður.

Margmenni á fyrsta Airwaves-gigginu í gær
Það fer ekki á milli mála að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er hafin og miðborgin er full af erlendum sem innlendum tónlistarunnendum. Það var stappfullt á Kex Hostel í hádeginu í gær þegar ein vinsælasta hljómsveit landsins, GusGus, steig á stokk og söng fyrir veðurbarða tónleikagesti. Svo mikið var stuðið að undir lokin voru flestir farnir að dilla sér við dansvæna tóna GusGus og lofuðu tónleikarnir góðu fyrir framhaldið á tónlistarhátíðinni.

Matt Damon og Douglas leika elskendur
Matt Damon mun leika ungan elskhuga Michael Douglas í kvikmyndinni Behind the Candelbra sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Liberace. Myndin á að gefa góða mynd af lífi þessa listamanns sem klæddist skrautlegum búningum uppi á sviði. Myndin mun jafnframt fjalla um sérstakt samband Liberace og Scotts Thorson.

Samstarf við Hammond
Rokksveitin The Vaccines, með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, gefur út nýja smáskífu 4. desember. Þar verður lagið Wetsuit af fyrstu plötu sveitarinnar, What Did You Expect From The Vaccines?, og einnig Tiger Blood sem var tekið upp í samvinnu við Albert Hammond Jr., gítarleikara The Strokes.

Simon flytur Graceland
Paul Simon fagnar 25 ára afmæli goðsagnakenndu plötunnar Graceland með tónleikaferðalagi á næsta ári. Graceland, sem jafnan er valin ein af bestu plötum poppsögunnar í þess háttar kosningum, kom út árið 1986 en árið eftir lagði Simon upp í tónleikaferðalag til að kynna hana.

Situr ekki í leðursætum
Dýravinurinn Tobey Maguire afþakkaði afnot af bíl sem honum var boðinn af því hann vildi ekki sitja í leðursætum bílsins. Maguire er í Ástralíu við upptökur á kvikmyndinni The Great Gatsby og kvikmyndaverið lét honum í té glænýjan Mercedes Benz til að rúnta um á.

Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra
Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári.

Spears fær falleinkunn í Svíþjóð
Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“.

Stöðugt stuð í bíóhúsum borgarinnar
Það ríkir mikil frumsýningargleði í kvikmyndahúsum um þessar mundir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eins og kemur fram hér til hliðar verða tvær íslenskar kvikmyndir frumsýndar en auk þess verða myndir eftir Almodóvar og Woody Allen teknar til sýninga.

Flíkur úr dánarbúum
Guðlaugur og Hrafnkell í Captain Fufanu velja föt fyrir sviðið með það að leiðarljósi að geta afklæðst.

Duttu í Airwaves-lukkupott
Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur.

Herra Ísland
Mugison er viðkunnanlegasti tónlistarmaður landsins, kann ekki að gefa út lélegar plötur og fyllir tónleikastaði um allt land. Oft. Hann er herra Ísland og gleðst yfir því að eldri konur séu byrjaðar að mæta aftur á tónleikana hans, en þær vildu ekki sjá pungsveitt rokkið af plötunni Mugiboogie. Nýja platan Haglél er ljúfsár og angurvær og er mest selda plata landsins um þessar mundir.

Tónlistin eins og Trójuhestur
Draumpoppararnir í Beach House spila í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Sveitin hefur verið að semja efni á nýja plötu og eru þetta fyrstu tónleikar hennar í tvo og hálfan mánuð.

Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd
„Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni.

Faðir í fyrsta sinn
Jack Osbourne á von á sínu fyrsta barni, en fréttirnar sagði hann í viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan. „Ég er spenntur og smá stressaður,“ sagði Osbourne, en vika er síðan Osbourne tilkynnti trúlofun sína og Lisu Stelly. Barnið verður fyrsta barnabarn rokkarans Ozzy Osbourne og ku vera mikil gleði á heimilinu.

Þrjú hundruð biðu eftir miðum
Að minnsta kosti þrjú hundruð manns voru í biðröð við verslun Smekkleysu á Laugavegi í fyrrinótt og í gærmorgun. Þar vonuðust þeir til að fá miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem voru haldnir í Hörpu í gærkvöldi. Aðeins tvö hundruð miðar voru í boði fyrir fólk sem þegar hafði keypt sér miða á Airwaves-hátíðina og því var mikilvægt að mæta tímanlega á staðinn.

Ætlum ekki að vera aular fyrir framan áhorfendur
Kvikmyndaleikstjórarnir Óskar Jónasson og Ólafur Jóhannesson vöknuðu báðir með hnút í maganum á mánudagsmorgun enda stór stund fram undan, þeir eru að frumsýna myndir sínar.

Finndu þinn minnihlutahóp á Háskólatorgi
„Við ætlum að hjálpa fólki að finna sinn minnihlutahóp og hólfa fólk niður, eins maður gerir ósjálfrátt í hversdeginum,“ segir Eva Björk Kaaber, einn meðlima framandverkaflokksins Kvissbúmmbang sem stendur fyrir innsetningu í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands.

Góðir gestir á opnun Kára Sturlu
Tónleikahaldarinn Kári Sturluson opnaði sína fyrstu ljósmyndasýningu á mánudaginn í Kex Hosteli. Góðir gestir mættu á opnunina og samfögnuðu með honum.

Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum
Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári.

Vilja heimsyfirráð á netinu
Vefsíðan Live Project ætlar að gera tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves góð skil. Framtíðarsýn stofnenda síðunnar er að gera hana þá skemmtilegustu á netinu. Það verður nóg að gerast á íslensku vefsíðunni Live Project í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem hefst í dag. Live Project er rauntíma myndbrota- og ljósmyndasíða þar sem allir geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu. Mennirnir á bak við hana eru Benedikt Freyr Jónsson, Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason.

Liv Tyler naut lífsins í Þríhnúkagíg
Bandaríska leikkonan Liv Tyler brá undir sig betri fætinum seinnipart mánudags og fór ásamt kærastanum sínum, ljósmyndaranum Theo Wenner, og tveimur öðrum vinum sínum að skoða hinn magnaða Þríhnúkagíg í Bláfjöllum.

150 lög bárust í Eurovision
„Þetta er svipaður fjöldi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu. Í kringum 150 lög bárust í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Eurovision, en umsóknarfrestur rann út á mánudag.