Lifandi vísindi Bjarkar Trausti Júlíusson skrifar 14. október 2011 06:00 Tónleikar með Björk í Silfurbergi í Hörpu. Iceland Airwaves, 12. okt. 2011. Það ríkti mikil eftirvænting í Silfurbergssal Hörpu á miðvikudagskvöldið, en þar fóru fram fyrstu tónleikarnir í Biophiliu-tónleikaröð Bjarkar í Hörpu sem um leið voru hennar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þegar gengið var í salinn blasti við óvenjuleg uppsetning. Stórt svið var í miðjum salnum, en áhorfendum var raðað út frá því í fjórar áttir. Á sviðinu mátti sjá skrýtin hljóðfæri, þar á meðal fjóra þriggja metra háa pendúla. Yfir því héngu svo skjáir í hring sem í upphafi sýndu Biophiliu-stjörnukortið. Þegar tónlistarfólkið hafði komið sér fyrir á sviðinu kynntirödd Davids Attenborough Biophiliu-verkefnið í nokkrum orðum og tilfinningin sem maður fékk var meira eins og að vera staddur á einhverri vísindasýningu en tónleikum. Áður en fyrsta lagið, Thunderbolt, hófst seig stórt búr niður úr loftinu, en í því voru tvö Tesla-kefli sem neistuðu eldingum þegar bassalínan í laginu hljómaði. Mjög tilkomumikil sjón. Björk flutti öll lögin af Biophiliu-plötunni á tónleikunum, en að auki nokkra eldri smelli, m.a. Hidden Place, Isobel og Mouth's Cradle. Það voru þrír hljóðfæraleikarar á sviðinu með henni; tölvu- og hljómborðsleikarinn Matt Robertson, slagverksleikarinn Manu Delago og Jónas Sen sem lék í nokkrum lögum og fékk m.a. þann heiður að leika á sérsmíðaða selestu. Mest fór samt fyrir stelpunum úr Graduale Nobili-kórnum sem voru yfir tuttugu talsins og sungu og dönsuðu í flestum lögunum. Þetta voru mjög óvenjulegir tónleikar. Biophiliu-lögin voru flest mjög lík útgáfunum á plötunni, en eldri lögin voru í nýjum útsetningum í anda plötunnar. Það var mikil hreyfing á sviðinu allan tímann, Björk sneri sér til skiptis að áhorfendum allt í kringum sviðið og stelpurnar voru á stöðugri hreyfingu. Á skjáunum var sýnt myndefni sem tengdist lögunum sem var verið að spila, oftast náttúru- og vísindatengt. Biophilia fjallar um tengsl tónlistar við náttúru og tækni og oft fannst manni maður vera staddur á einhvers konar náttúruvísindasýningu. Það er samt líka alltaf ævintýrablær hjá Björk, sem á miðvikudagskvöldið kom m.a. fram í litskrúðugum og glansandi búningum kórstelpnanna og þessari stóru og skrýtnu rauðu hárkollu sem Björk hafði á hausnum. Eftir fimmtán lög hvarf Björk af sviðinu, en kom aftur eftir uppklapp og flutti lögin One Day, Náttúra (sem hún tileinkaði Eyjafjallajökli „og Kötlu ef hún stendur sig") og Declare Independence, við mikinn fögnuð. Útsetningin á One Day var einn af hápunktum kvöldsins en í því var enginn annar undirleikur en hang-ásláttur Manus Delago. Á heildina litið var þetta einstök kvöldstund. Þetta voru ekki bara tónleikar, heldur flókin og úthugsuð margmiðlunarsýning. Ég hefði alveg verið til í að heyra aðeins fleiri gömul lög til að létta stemninguna aðeins, en þetta var samt mjög flott. Mikilfenglegt. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlunar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun. Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar með Björk í Silfurbergi í Hörpu. Iceland Airwaves, 12. okt. 2011. Það ríkti mikil eftirvænting í Silfurbergssal Hörpu á miðvikudagskvöldið, en þar fóru fram fyrstu tónleikarnir í Biophiliu-tónleikaröð Bjarkar í Hörpu sem um leið voru hennar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þegar gengið var í salinn blasti við óvenjuleg uppsetning. Stórt svið var í miðjum salnum, en áhorfendum var raðað út frá því í fjórar áttir. Á sviðinu mátti sjá skrýtin hljóðfæri, þar á meðal fjóra þriggja metra háa pendúla. Yfir því héngu svo skjáir í hring sem í upphafi sýndu Biophiliu-stjörnukortið. Þegar tónlistarfólkið hafði komið sér fyrir á sviðinu kynntirödd Davids Attenborough Biophiliu-verkefnið í nokkrum orðum og tilfinningin sem maður fékk var meira eins og að vera staddur á einhverri vísindasýningu en tónleikum. Áður en fyrsta lagið, Thunderbolt, hófst seig stórt búr niður úr loftinu, en í því voru tvö Tesla-kefli sem neistuðu eldingum þegar bassalínan í laginu hljómaði. Mjög tilkomumikil sjón. Björk flutti öll lögin af Biophiliu-plötunni á tónleikunum, en að auki nokkra eldri smelli, m.a. Hidden Place, Isobel og Mouth's Cradle. Það voru þrír hljóðfæraleikarar á sviðinu með henni; tölvu- og hljómborðsleikarinn Matt Robertson, slagverksleikarinn Manu Delago og Jónas Sen sem lék í nokkrum lögum og fékk m.a. þann heiður að leika á sérsmíðaða selestu. Mest fór samt fyrir stelpunum úr Graduale Nobili-kórnum sem voru yfir tuttugu talsins og sungu og dönsuðu í flestum lögunum. Þetta voru mjög óvenjulegir tónleikar. Biophiliu-lögin voru flest mjög lík útgáfunum á plötunni, en eldri lögin voru í nýjum útsetningum í anda plötunnar. Það var mikil hreyfing á sviðinu allan tímann, Björk sneri sér til skiptis að áhorfendum allt í kringum sviðið og stelpurnar voru á stöðugri hreyfingu. Á skjáunum var sýnt myndefni sem tengdist lögunum sem var verið að spila, oftast náttúru- og vísindatengt. Biophilia fjallar um tengsl tónlistar við náttúru og tækni og oft fannst manni maður vera staddur á einhvers konar náttúruvísindasýningu. Það er samt líka alltaf ævintýrablær hjá Björk, sem á miðvikudagskvöldið kom m.a. fram í litskrúðugum og glansandi búningum kórstelpnanna og þessari stóru og skrýtnu rauðu hárkollu sem Björk hafði á hausnum. Eftir fimmtán lög hvarf Björk af sviðinu, en kom aftur eftir uppklapp og flutti lögin One Day, Náttúra (sem hún tileinkaði Eyjafjallajökli „og Kötlu ef hún stendur sig") og Declare Independence, við mikinn fögnuð. Útsetningin á One Day var einn af hápunktum kvöldsins en í því var enginn annar undirleikur en hang-ásláttur Manus Delago. Á heildina litið var þetta einstök kvöldstund. Þetta voru ekki bara tónleikar, heldur flókin og úthugsuð margmiðlunarsýning. Ég hefði alveg verið til í að heyra aðeins fleiri gömul lög til að létta stemninguna aðeins, en þetta var samt mjög flott. Mikilfenglegt. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Niðurstaða: Tónleika-, margmiðlunar- og vísindasýning Bjarkar í Hörpu á miðvikudagskvöldið var einstök upplifun.
Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira