Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi

Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin hætta að styðja WHO

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu

Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum.

Erlent
Fréttamynd

160 launa­greið­endur sem nýttu hluta­star­fa­leið stjórn­valda hækkuðu laun aftur­virkt

160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 

Innlent
Fréttamynd

Konur í friðargæslu eru lykill að friði

Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu

Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu.

Erlent