120 milljónir í bíó og sjónvarp vegna Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 21:25 Baldvin Z leikstjóri er einn af þeim sem njóta góðs af átaki stjórnvalda. vísir/vilhelm Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira