120 milljónir í bíó og sjónvarp vegna Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 21:25 Baldvin Z leikstjóri er einn af þeim sem njóta góðs af átaki stjórnvalda. vísir/vilhelm Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira