Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna
Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins.

Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt
Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví.

Hálfsorglegt að skapa meting með samanburði á Covid-19 við aðra sjúkdóma
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér finnist hálfsorglegt að einhverjir reyni að skapa meting á milli sjúkdóma með því að bera saman afleiðingar Covid-19 við aðra sjúkdóma.

Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin.

Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins.

Svona var 110. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Indland komið í annað sæti yfir flest smit í faraldrinum
Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum.

Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí
Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra.

Fengu undanþágu á síðustu stundu til að mæta á Laugardalsvöll
Í kringum tuttugu erlendir blaðamenn komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Englands á laugardaginn. Nokkrir af þeim komu skömmu fyrir leik eftir að hafa sótt um, og fengið, heimild til þess að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví.

Enginn greindist með veiruna innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, þann 6. september, samkvæmt tölulegum upplýsingum á covid.is.

Kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttunni við Covid-19
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, kveðst hugsi yfir tvískinnungnum sem hún telur birtast í baráttu heimsins gegn kórónuveirufaraldrinum og Covid-19.

Tveir leikmenn City með kórónuveiruna
Tveir leikmenn Manchester City eru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Samfélagsleg virkni vísindamanna
Í greininni Framlag vísindamanna til samfélagsins á tímum COVID-19-heimsfaraldursvar fjallað um hvernig vísindamenn Háskóla Íslands hafa nýtt sérfræðiþekkingu sína í þágu samfélags og efnahags á tímum COVID-19-heimsfaraldurs með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum.

Grunaður um brot á nálgunarbanni og rof á sóttkví
Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af manni í miðbæ í Reykjavíkur sem er grunaður um brot á nálgunarbanni.

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi
Nálægðarreglunni hefur verið breytt úr tveimur metrum í einn metra og þá nú 200 manns koma saman í stað 100 manns áður.

Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum
Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga.

Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta.

Krefjast bóta eftir að hafa þurft að glíma við afleiðingar Covid í hálft ár
Tuttugu Íslendingar taka þátt í hópmálsókn vegna kórónuveirusmita í skíðabænum Ischgl.

Minnst 500 þyrftu að mega koma saman svo menningarlíf blómstri á ný
Tvö hundruð mega koma saman frá og með morgundeginum og nálægðartakmörk verða miðuð við einn metra. Þjóðleikhússtjóri segir að til að menningarlífið fari að blómstra á ný þurfi 500 manns að mega koma saman.

Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit
Búist er við fjölgun í hópi þeirra sem glíma við síþreytu eftir kórónuveirusmit að sögn formmans ME félagsins. Þrír greindust með veiruna innanlands í gær.

Kórónuveirusmit hjá nemanda í Verzló
Nemandi í Verslunarskólanum greindist með kórónuveiruna á föstudag.

Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands
Kári Stefánsson og Jón Ívar Eyþórsson tókust á um aðgerðir á landamærunum í Silfrinu í dag.

Bæta við pólsku í svörun hjálparsímans 1717
Þrátt fyrir að Pólverjar séu langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi hefur skort nauðsynlegar upplýsingar á pólsku að sögn ráðgjafa hjá Rauða krossinum.

Segir ábyrgð á lánalínu varpað óbeint á almenning í gegnum lífeyrissjóði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skeptísk á ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Hún segir nálgun ríkisstjórnarinnar valda sér vonbrigðum.

Þrjú innanlandssmit í gær
Þrjú smit greindist innanlands í gær og þrjú á landamærunum.

Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna.

Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu.

Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans: „Heimurinn gæti orðið eins og árið 1900“
Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman.

Rúmlega þúsund í sóttkví eftir trúarsamkomu í Noregi
Yfir hundrað manns hafa smitast af kórónuveirunni í Fredrikstad og Sarpsborg í Noregi og 1.100 eru í sóttkví eftir hópsýkingu sem kom upp á svæðinu.

Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum
Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf.