Land réttlætis? – Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. september 2020 15:00 Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku. Öryrkjar þekkja þessa stöðu vel, þeir hafa aldrei átt kost á mannsæmandi lífi hvorki fyrir sig né börn sín. Þeir hafa lært að engum er treystandi, þeirra von er engin, þeir reyna að vera ekki fyrir, vera ósýnilegir. Huldufólk í landi réttlætis og tækifæra. Staðreyndin er sú að stærstur hluti öryrkja hefur verið á vinnumarkaði, jafnvel í áratugi, alið börn inn í samfélagið og vissulega lagt sitt af mörkum. Þessu fólki er þakkað þeirra framlag með framfærslu sem í dag er rétt um 220.000 kr. útborgaðar (en um 70% öryrkja fá grunnörorkulífeyri eða minna.) Þessi upphæð þarf að duga til að borga húsaleigu, lyf og lækniskostnað, mat og annað sem daglegt líf útheimtir. Við vitum það öll að það hér er á ferðinni ákveðinn ómöguleiki. Við vitum það líka að krafa samtaka launafólks um hækkun grunnatvinnuleysisbóta er lífsnauðsyn. Jafn vel og við vitum að krafa fatlaðs fólks um hækkun örorkulífeyris er neyðarákall fólks í sárri fátækt. Margir hafa lýst skoðunum sínum á hvernig best sé að koma til móts við þá sem lent hafa og munu lenda í atvinnuleysi í kjölfar Covid-19. Rauði þráðurinn þar er að skynsamlegast sé að forða fólki frá skuldavanda og öllum þeim hörmungum sem fylgir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á vordögum að ríkisstjórnin myndi gera meira en minna. ÖBÍ benti á að í þessari alvarlegu krísu mætti ekki skilja neinn eftir. Huga yrði sérstaklega að þeim hópum sem verst standa, sem er fatlað fólk. Ekkert hefur verið gert til að bæta stöðu þess hóps ef frá er talin 20.000 kr. eingreiðsla sem ríkisstjórnin taldi leysti vandamál hans. Velferð fatlaðs fólks heldur ekki vöku fyrir ráðamönnum þjóðarinnar né virðist umræða um um hana ná eyrum þeirra. Enn ber þessi hópur hæsta skatta og mestar skerðingar (jaðarskattar), fólkið sem er með allra lægstu tekjurnar, fólkið sem gerði ekkert af sér til að verðskulda þann þunga dóm að búa í sárri fátækt, hulið ásjónu stjórnvalda, sem virðast ófær um að taka ákvarðanir sem bæta kjör fatlaðs fólks. Það er réttlætismál og skref í átt að jöfnuði að fólk sé ekki hneppt í ánauð fátæktar vegna þess að það skyndilega missti vinnuna. Sama er að segja um þá sem missa starfsgetu eða fæðast fatlaðir, það er réttlætismál að fólk lifi af þeirri framfærslu sem ríkið ákvarðar. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum, þeirra er mátturinn. ÖBÍ tekur undir kröfur samtaka launafólks um hækkun atvinnuleysisbóta, sem eru í dag 289.000 kr. fyrir skatt. Áhyggjur af framfærslu þeirra sem verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur eru réttmætar og ætti að taka alvarlega. Því miður fjölgar þeim íslendingum sem geta nú samsamað sig því að ómögulegt sé að lifa af 240.000 kr. Örorkulífeyrisþegar hafa ekkert val þeirra er fátæktin í boði ríkisstjórnarinnar sem skammtar framfærslu lítið yfir 220.000 kr. á mánuði og jafnvel undir 200 þúsundum. Ég fagna því að þjóðin hafi vaknað til vitundar um að framfærsluupphæðir ríkisins sem ná ekki einu sinni lágmarkslaunum sé of lág. Að hætta sé á að fólk lendi í algjörum vítahring vanskila sem geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu og afkomu fólks til ófyrisjáanlegs tíma. Þjóðin hefur vaknað, að undanskildum ráðamönnum okkar. Vonandi fara þeir að rumska, því við verðum að gera betur, af því við getum það! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar