Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Öllu aflétt innanlands á miðnætti
Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld.

Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu sóttvarnaaðgerða
Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum.

Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu
Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir.

Enn gripið til sóttvarnaaðgerða í Sydney
Nokkrum hverfum stórborgarinnar Sidney í Ástralíu hefur nú verið lokað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita
Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum.

Allir geta nú bókað bólusetningu með Janssen
Allir sem ekki hafa verið bólusettir geta nú bókað bólusetningu með Janssen bóluefninu inni á netspjalli heilsuveru.is.

Lögreglan afmáði ámælisverð ummæli úr upptökum frá Ásmundarsal
Háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að Ásmundarsalsmálinu svokallaða á Þorláksmessukvöld í fyrra, er talin ámælisverð og telur nefnd um eftirlit með lögreglu að tilefni sé til að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taki framferði þeirra til skoðunar.

Hægt að létta verulega á takmörkunum
Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum.

Bjarni var aldrei rannsakaður
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra.

Með virkt smit í tíu mánuði, lá sjö sinnum inni og greindist 42 sinnum jákvæður
Dave Smith á heldur óskemmtilegt met; hann er sá sem hefur mælst með virkt kórónuveirusmit í lengstan tíma. Sýkingin varði í meira en 290 daga, næstum tíu mánuði. Smith lagðist sjö sinnum inn á sjúkrahús og mældist jákvæður í 42 prófum.

Gray Line áætlar endurreisn
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi.

Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið.

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram
Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Áttatíu tilkynningar um breyttan tíðahring kvenna eftir bólusetninga
Sjötíu og átta tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun.

Enginn hefur greinst smitaður innanlands síðan fimmtánda júní
Enginn hefur greinst með kórónuveiruna innanlands síðastliðina átta daga, eða frá 15. Júní.

Afnema ákvæði um forgangsröðun við bólusetningu
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði reglugerðar sem kveður á um forgangshópa. Samkvæmt áætlun eiga allir þeir sem skilgreindir eru í forgangshópum að vera búnir að fá boð í bólusetningu í lok þessarar viku.

Hvetja fólk í kórónuveirupróf eftir að áhorfandi smitaðist
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa hvatt hluta af þeim áhorfendum sem voru á Parken á mánudag til þess að fara í kórónuveirupróf.

Ekki hægt að anna skimunum á bólusettum við landamærin
Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekki hægt að anna áframhamhaldandi skimunum á bólusettum og þeim sem eru með mótefnavottorð á landamærunum.

Nýttu aukaskammta í Keflavík
Bólusetningum í Laugardalshöll er lokið í dag. Engir skammtar fóru þar til spillis.

Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu
Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum.

Enn slatti af bóluefni eftir og opið inn í kvöldið
Ennþá er opið í bólusetningu gegn Covid-19 og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að enn séu um 500 skammtar eftir í Laugardalshöllinni. Líklega verði opið þar til klukkan 20:00 að minnsta kosti.

Taka fólk með Pfizer-strikamerki fram fyrir röðina
Bólusetningum í Laugardalshöll í dag fer senn að ljúka og styttist í að þeir ríflega ellefu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer sem til stóð að gefa í dag klárist.

Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins
Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna.

Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu
Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í.

Telur orðróm um að ungt fólk svindli á bólusetningu hæpinn
Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu.

Bóluefni Moderna er nú Spikevax
Bóluefni Moderna hefur nú fengið nýtt nafn og heitir því Spikevax það sem eftir er. Bóluefnið hefur verið í notkun hér á landi frá því í janúar og hefur hingað til verið vísað til þess bara sem „Moderna“ en nú hlýtur að verða breyting þar á.

Búið að ákveða bólusetningardaga fram að „sumarfríi“
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út bólusetningardagatal fram að „sumarfríi“. Enn stendur til boða að skrá sig í bólusetningu með efninu frá Janssen, í gegnum netspjallið á heilsuvera.is.

Hraðpróf tekin í notkun hér á landi
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni. Prófin eru ekki notuð við einkennasýnatöku heldur eru þau einungis ætluð þeim sem þurfa að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum.

Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið.

Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til
Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi.