„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 13:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands fyrr í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira