„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 13:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands fyrr í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira