„Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 12:24 Þórólfur segir um áfangasigur að ræða, en hrósar ekki fullnaðarsigri yfir veirufaraldrinum. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að halda áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum og gæta vel að okkur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu að loknum fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar þar sem tilkynnt var um afléttingu aðgerðanna. Hann ráðleggur óbólusettum til að mynda að ferðast ekki til útlanda, þar sem faraldurinn sé enn afar útbreiddur utan landsteina Íslands. „En við getum svo sannarlega glaðst í dag yfir því sem okkur hefur tekist að gera, að ná þessum áfanga. Við þurfum bara að varðveita það og við getum varðveitt þann árangur með einstaklingsbundnum aðgerðum. Ég er alveg fullviss um það,“ sagði Þórólfur. Bólusetningum ekki lokið Þórólfur segir það hafa verið ljóst frá því faraldurinn hófst hér á landi að langt væri í land, enda aðeins lítið brot þjóðarinnar sýkst af veirunni og myndað þannig mótefni. „Við vissum það að við þyrftum að fá hér ónæmi og það þyrftu 60 til 70 prósent að sýkjast svo við gætum haft einhvern viðnámsþrótt í samfélaginu.“ Hann segir þann þrótt hafa fengist með útbreiddum bólusetningum, þó bólusetningarátakinu sé ekki lokið að fullu. Hann telur þó að það muni takast að ná upp góðu hlutfalli bólusettra. „Bólusetningar eru ekki hundrað prósent, þannig að fólk sem er bólusett getur smitast en það er mjög líklegt að bólusettir sem smitast fái ekki eins alvarlega sýkingu og óbólusettir. Staðan er allt önnur núna hvað varðar þessa áhættu heldur en hún var fyrr í vetur,“ segir Þórólfur. Aðgerðir í samræmi við minnisblaðið Þórólfur segir ákvarðanir stjórnvalda í fullkomnu samræmi við minnisblað þar að lútandi sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra. Hann segist þó eiga bágt með að trúa því að um hafi verið að ræða hans síðasta minnisblað vegna kórónuveirufaraldursins. „Faraldrinum er ekki lokið. Við gætum þurft að grípa til einhverra ráðstafana ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þá gætum við þurft að bakka og gera það sem við höfum gert áður og kunnum svo vel. Vonandi verður það ekki en við þurfum að hafa það í huga.“ Þórólfur hvetur alla sem finna fyrir einkennum, hvort sem fólk er bólusett eða ekki, til þess að fara í sýnatöku og hafa varann á. „Við megum ekki hætta því þó við séum bólusett og komin á þennan stað,“ segir Þórólfur sem vonast til þess að komast í frí fljótlega og geta ferðast um landið. Hann segist ekki eiga von á því að fólk muni sakna hans á skjánum á meðan, fólk sé jafnvel komið með nóg af slíku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira