Auglýsinga- og markaðsmál

Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi
Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“.

Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins
Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan.

28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl.
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki.

Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook
Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins.

UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila
Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert.

Áhrifavaldar vilja að Neytendastofa sé enn skýrari
Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu.

Karen ráðin til Athygli
Karen Kjartansdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin til starfa hjá ráðgjafafyrirtækisinu Athygli.

Markaðsvirði Coca Cola hríðlækkar daginn eftir uppátæki Ronaldos
Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadali í gær, daginn eftir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á fréttamannafundi portúgalska landsliðsins í tengslum við EM í fótbolta sem nú stendur yfir.

Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald
Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða.

Ronaldo fjarlægði kókið og hvatti fólk til að drekka vatn
Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær.

Ráðnar til Góðra samskipta
Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir hafa verið ráðnar sem ráðgjafar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Góðum samskiptum.

Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar.

Auglýsa langmest allra flokka á Facebook
Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu.

Grípa til smáauglýsinga vegna lítillar trúar á verkfærum þingmanna
Viðreisn birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Þingmenn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin samþykkt í þinginu fyrir jól.

Kynntu Sarri með sígarettu
Maurizio Sarri er nýr knattspyrnustjóri Lazio. Hann tekur við liðinu af Simone Inzaghi sem var ráðinn stjóri Ítalíumeistara Inter á dögunum.

UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði
UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu.

Greiða fyrir auglýsingu við gosstöðvarnar eins og hvert annað bílastæði
Öskufallin bifreið sem stendur við gönguleiðina að eldgosinu í Geldingadölum hefur vakið talsverða athygli vegfarenda. Um er að ræða auglýsingu sem ætlað er að vekja athygli á Netflix-seríunni Kötlu.

Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram?
Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Stofnandi World Class skóla færir sig um set
Magnea Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastýra Key of Marketing. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2018, hjálpar fyrirtækjum að fanga viðskiptavini með sjálfvirkni í markaðssetningu og efnissköpun.

Nike hætti samstarfi við Neymar vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Það kom mörgum nokkuð á óvart á síðasta ári þegar brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike hættu skyndilega samstarfi sínu. Nú er ástæðan komin fram í dagsljósið.

Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar
Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps.

Gera dauðaleit að samlokum sem sigla undir fölsku flaggi
Grænkera nokkrum brá heldur betur í brún þegar hann tók eftir því að Júmbó-samlokur, sem hann hafði keypt, reyndust vera fullar af kjúklingi. Þær voru nefnilega merktar með vegan-límmiða í versluninni.

Birna María ráðin til Brandenburg
Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa.

Fjögur ráðin til Pipar\TBWA
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið þau Sölku Þorsteinsdóttur, Kristján Gauta Karlsson, Önnu Bergmann og Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur til starfa.

Auglýsa aðstoð við styrkumsóknir í útvarpinu
„Á þitt fyrirtæki rétt á viðspyrnustyrk? Accountant.“ Svo hljóðar auglýsing sem glymur um ljósvakann um þessar mundir og ábyrgðaraðilinn er Accountant ehf.

Hasar á bílavörumarkaðnum: Lénadeilur Poulsen og Orku ehf ná áratug aftur í tímann
Deilur Poulsen á Íslandi og Orku ehf um lén á Internetinu eru á engan hátt nýjar af nálinni og hafa þær ítrekað komið til kasta Neytendastofu.

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja
Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu.

Ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
Kristín Inga Jónsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins. Hún hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2019 sem markaðssérfræðingur.

Meinað að nota lénið polsen.is eftir kvörtun frá Poulsen
Neytendastofa hefur meinað Orku ehf að nota lénið polsen.is í tengslum við starfsemi félagsins og gert fyrirtækinu að afskrá lénið. Ákvörðunin er tekin í kjölfar kvörtunar frá samkeppnisaðilanum Poulsen sem á og rekur lénið poulsen.is.

Banna fullyrðingar Landsbjargar um „umhverfisvæna flugelda“
Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.