Stóra bílasalan braut lög Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 09:06 Ef ekki verður brugðist við niðurstöðu Neytendastofu má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Vísir/Vilhelm Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofu barst ábending um að í auglýsingum félagsins á Dacia Duster bifreiðum kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingarnar „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ auk samanburðs við ótilgreint listaverð hjá bílaumboði. Greint er frá því á vef Neytendastofu að í svörum Stóru bílasölunnar komi fram að með auglýsingunni sé félagið ekki að bjóða þjónustu á sviði neytendalána heldur einfaldlega að benda á að mögulegt sé að fá allt að 100% lán. Þá er fullyrðing um ódýrasta jeppann sögð í samræmi við raunveruleikann og umboð auglýsi sambærilega bíla og þá sem auglýstir séu af Stóru bílasölunni á 4.450.000 krónur, líkt og fram komi í auglýsingu félagsins. Ekki sambærilegir bílar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að vísun Stóru bílasölunnar í kostnað neytenda af bílaláni í auglýsingunni, það er hver mánaðarleg afborgun væri af láninu, valdi því að félaginu sé skylt að upplýsa um aðra þætti lánsins, á borð við vexti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Stofnunin taldi ekki tilefni til frekari aðgerða vegna fullyrðingar um ódýrasta smájeppann fyrir íslenskar aðstæður en taldi hins vegar að fullyrðing um 100% lán væri villandi. Samsett fjármögnun með bílaláni eða bílasamningi og kortaláni geti ekki talist 100% lánamöguleiki þar sem lánin væru háð mismunandi kjörum og skilyrðum. Að lokum taldi Neytendastofa verðsamanburð á bílum til sölu hjá Stóru bílasölunni við ótilgreint listaverð hjá umboðsaðila vera villandi. Þrátt fyrir að um væri að ræða sömu bílategund væri útbúnaður og aukahlutir bílanna frábrugðinn að verulegu leyti sem hefði áhrif á verð bílanna. Neytendur Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofu barst ábending um að í auglýsingum félagsins á Dacia Duster bifreiðum kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingarnar „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ auk samanburðs við ótilgreint listaverð hjá bílaumboði. Greint er frá því á vef Neytendastofu að í svörum Stóru bílasölunnar komi fram að með auglýsingunni sé félagið ekki að bjóða þjónustu á sviði neytendalána heldur einfaldlega að benda á að mögulegt sé að fá allt að 100% lán. Þá er fullyrðing um ódýrasta jeppann sögð í samræmi við raunveruleikann og umboð auglýsi sambærilega bíla og þá sem auglýstir séu af Stóru bílasölunni á 4.450.000 krónur, líkt og fram komi í auglýsingu félagsins. Ekki sambærilegir bílar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að vísun Stóru bílasölunnar í kostnað neytenda af bílaláni í auglýsingunni, það er hver mánaðarleg afborgun væri af láninu, valdi því að félaginu sé skylt að upplýsa um aðra þætti lánsins, á borð við vexti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Stofnunin taldi ekki tilefni til frekari aðgerða vegna fullyrðingar um ódýrasta smájeppann fyrir íslenskar aðstæður en taldi hins vegar að fullyrðing um 100% lán væri villandi. Samsett fjármögnun með bílaláni eða bílasamningi og kortaláni geti ekki talist 100% lánamöguleiki þar sem lánin væru háð mismunandi kjörum og skilyrðum. Að lokum taldi Neytendastofa verðsamanburð á bílum til sölu hjá Stóru bílasölunni við ótilgreint listaverð hjá umboðsaðila vera villandi. Þrátt fyrir að um væri að ræða sömu bílategund væri útbúnaður og aukahlutir bílanna frábrugðinn að verulegu leyti sem hefði áhrif á verð bílanna.
Neytendur Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira