Íslendingar erlendis

Martin þýskur meistari
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.

Lag Daða Freys og dansinn stal senunni í brúðkaupi í Bandaríkjunum
Þau Timothy Diethrich og Beth Hawkins gengu í það heilaga í bænum Rockville í Maryland í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði.

Orðinn hundrað ára og fer enn í sumarbústaðinn í Danmörku
Þegar hann hætti að vinna ákvað Oddur Magnússon þá tæplega sjötugur að kaupa sumarhús í Danmörku ásamt danskri eiginkonu sinni. Þau langaði að verja sumrunum þar en því miður lést Kirsten stuttu síðar.

Sara Björk þýskur meistari
Sara Björk Gunnarsdóttir er þýskur meistari enn eitt árið en liðið tryggði sér titilinn í dag með 2-0 sigri á Freiburg í 20. umferðinni en alls eru leiknar 22 umferðir.

„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Íslendingar fá að gista í Köben eftir allt saman
Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn sem ferðast til Danmerkur í sumar fá að gista í Kaupmannahöfn eftir allt saman. Frá þessu greindi danski dómsmálaráðherrann á fréttamannafundi nú eftir hádegi.

Finnar bjóða Íslendinga velkomna
Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Íslendingur í New York segir mótmælin hluta af tímabærri samfélagslegri byltingu
Dauði hins 46-ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin og hafa samstöðumótmæli verið haldin víða um heiminn.

Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna: „Ég held að þetta verði allt sumarið. Þetta er bara rétt að byrja“
Íslensk kona sem búsett er í Minneapolis óttast að mótmælin séu rétt að byrja og komi til með að standa fram eftir sumri.

Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni.

Jón Axel fremstur allra Villikatta
Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum.

New York Times fjallar um velgengni Reykjavíkurdætra: „Við höfum verið umdeildar á Íslandi“
Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur er til umfjöllunar í New York Times í dag þar sem þær fara yfir ferilinn, fortíðina og framtíðina.

Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa.

Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn.

Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni
Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna.

Berglind Björg: Hræðilegt að vera á Ítalíu undanfarnar vikur
Íslenska knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir kláraði tveggja vikna sóttkví hér á landi í dag eftir að hafa verið innilokuð á Ítalíu þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði þar í landi.

Hólmar í Búlgaríu: Forseti félagsins flúði land en stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi
Félag landsliðsmannsins Hólmars Arnar Eyjólfssonar í Búlgaríu er á barmi gjaldþrots og ekki batnaði ástandið þegar eigandi og forseti félagsins stakk af.

Íslendingur kom að sögulegum aðskilnaði síamstvíbura
Íslenskur barnasvæfingarlæknir kom að umönnun samtengdra stvíbura sem tókst að skilja að í vel heppnaðri aðgerð í lok síðasta árs. Tvíburasysturnar eiga framtíðina fyrir sér en innan við fjórðungur lifir aðgerðina af.

Daði og Gagnamagnið með milljón atkvæði og sigur í Svíþjóð
Svíar héldu litla Eurovision keppni, rétt eins og Íslendingar.

Sara tekur yfir Instagram síðu Volkswagen í dag
Sviðsljósið verður á Söru Sigmundsdóttur í dag í sínu fyrsta stóra verkefni sem nýr sendiherra hjá Volkswagen.

Giftu sig í bílalúgu og fjölskyldan fylgdist með í gegnum vefmyndavél
Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg.

Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl
Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar

Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur.

Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt
Ísak Bergmann Jóhannesson lætur ekkert trufla sig við að elta drauma sína inn á fótboltavellinum og liðsfélagi hans hjá Norrköping hefur vottað það í blaðaviðtali.

Berglind losnar úr prísundinni: „Í fyrsta skipti í níu vikur hef ég eitthvað að hlakka til“
Þungu fargi er létt af Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem losnar úr ákveðinni prísund á Ítalíu á morgun þegar hún fær að fara út að skokka. Hún heldur heim til Íslands á næstu dögum.

Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli
Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni.

Rúnar Alex rólegur yfir ákvörðun Frakka og nýtur fæðingarorlofsins
Ekki verður spilaður aftur fótbolti í Frakklandi fyrr en í fyrsta lagi í september, vegna kórónuveirufaraldursins, og tímabilinu er því lokið hjá Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Dijon.

Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl
Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki.

Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar.

Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana.