„Var bara nógu spenntur og vitlaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Hilmar og Rafn fóru upp hæsta klifurvegg heims á dögunum. Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum. Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist