Erlendar

Nadal sigraði á Indian Wells
Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í kvöld sigur á serbneska táningnum Novak Djokovic í úrslitaleik Indian Wells Masters mótsins sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nadal sigraði 6-2 og 7-5 og var þetta fyrsti sigur kappans síðan á opna franska meistaramótinu í fyrra.

Mikið fjör á Sýn í dag og í kvöld
Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag þar sem boðið verður upp á handbolta, körfubolta, knattspyrnu og golf. Nú klukka 14:25 hefst stórleikur Hamburg og Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og klukkan 16 hefst annar leikur Keflavíkur og Snæfells í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

McLaren sagður vilja breytingar
Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM.

Foster fær ekki að spila gegn Man. Utd.
Markvörðurinn Ben Foster mun ekki leika með Watford gegn Manchester United, fari svo að liðin mætist í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Ef Man. Utd. sigrar Middlesbrough í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar mætir það Watford í undanúrslitum. Foster er í láni hjá Watford frá Man. Utd og má ekki spila gegn liðinu, sama í hvaða keppni um ræðir.

Cocu: Rimman við Liverpool verður stríð
Philip Cocu, fyrirliði PSV í Hollandi, lýsir væntanlegri rimmu liðsins við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem “stríði”. Cocu býst við tveimur afar hörðum leikjum, enda séu bæði lið hungruð í árangur í keppninni.

Zidane vildi ekki spila með Evrópuúrvalinu
Zinedine Zidane afþakkaði að spila með Evrópuúrvali Marcelo Lippi í góðgerðarleik sem fram fer á Old Trafford annað kvöld. Áður hafði Marco Materazzi, varnarmaður Inter Milan og sá er Zidane skallaði eftirminnilega í úrslitaleik Frakka og Ítala á HM í sumar, staðfest komu sína í leikinn en þó er það ekki talin ástæða þess að Zidane afþakkaði boðið.

Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi
Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið.

Mourinho sleppur við refsingu
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sleppur við ákæru frá enska knattspyrnusambandinu þrátt fyrir að hafa kallað Mike Riley, dómara leiks Chelsea og Tottenham í bikarnum í gær, það sem á góðri íslensku myndi þýðast sem "tíkar-sonur". Riley minntist ekki á atvikið í skýrslu sinni og Mourinho segist ekkert hafa meint með orðum sínum.
Man. Utd. og Chelsea mætast ekki í undanúrslitum
Draumaúrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er ennþá mögulegur eftir að ljóst var að þessi tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar drógust ekki gegn hvort öðru í undanúrslitum. Blackburn mætir sigurvegaranum úr viðureign Chelsea og Tottenham og Watford mætir annaðhvort Man. Utd. eða Middlesbrough.
Louis van Gaal orðaður við ástralska landsliðið
Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal, þjálfari Grétars Steinssonar og félaga hjá AZ Alkmaar, er nú sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá ástralska landsliðinu í knattspyrnu. Van Gaal er hins vegar ekki svo áhugasamur þar sem hann telur að ástralska liðið geti ekki unnið HM í knattspyrnu.

Mourinho: Yrði heiður að þjálfa Real Madrid
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það væri mikill heiður fyrir sig ef hann fengi einhverntímann að þjálfa stórlið Real Madrid á Spáni. Framtíð portúgalska þjálfarans hjá Chelsea hefur verið mikil til umræðu síðustu vikur og segja margir að leið hans liggi til Spánar fari svo að hann verði látinn fara frá Chelsea.

Loksins tapaði Federer
Svisslendingurinn Roger Federer tapaði sínum fyrsta leik síðan í ágúst þegar hann beið í lægri hlut fyrir Guillermo Canas í annari umferð Indian Wells meistaramótsins í dag. Federer tapaði í tveimur lotum, 7-5 og 6-2, en áður hafði hann unnið 41 viðureign í röð.

Barcelona vill fá Robben
Forráðamenn Barcelona eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hollenska vængmanninn Arjen Robben frá Chelsea. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Barcelona búið að gefa upp vonina á að fá Cristiano Ronaldo frá Man. Utd. og hefur félagið því snúið sér að Robben, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea á tímabilinu.

Mourinho spilar fótbolta með syni sínum og vinum hans
Það skemmtilegasta sem Jose Mourinho gerir er ekki að vinna titla með Chelsea. Hann fær mesta ánægju af því að spila fótbolta með syni sínum og vinum hans, en það gera þeir vikulega á heimili portúgölsku fjölskyldunnar í London. Skemmst er frá því að segja að sonurinn vill ekki vera með pabba sínum í liði.
Watford í undanúrslit
Watford varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar það bar sigurorð af 1. deildarliði Plymouth á útivelli. Fyrr í dag hafði Blackburn tryggt sig áfram en Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast að nýju, líkt og Chelsea og Tottenham.

Inter lagði AC Milan í uppgjöri erkifjendanna
Topplið Inter á Ítalíu sigraði AC Milan, 2-1, í uppgjöri nágrannana og erkifjendanna í Mílanó-borg í dag. Inter lenti reyndar undir í fyrri hálfleik eftir að fyrrum leikmaður þess, Brasilíumaðurinn Ronaldo, hafði skorað. En tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Inter sigurinn og hefur liðið nú 19 stiga forystu á toppi deildarinnar.

Ballack veit að hann getur betur
Michael Ballack, hinn þýski miðvallarleikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta á sínu fyrsta tímabili í England. Miklar væntingar voru gerðar til Ballack eftir að hann gekk í raðir Chelsea frá Bayern Munchen síðasta sumar – væntingar sem hann hefur engan veginn náð að standa undir.

Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn
Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins.
Óvænt tap Sevilla gegn Gimnastic á Spáni
Sevilla mistókst að komast fram yfir Barcelona og á topp spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði mjög óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar, Gimntastic, með einu marki gegn engu. Þetta var fyrsta tap Sevilla í síðustu átta leikjum í spænsku deildinni.

Blackburn í undanúrslit
Blackburn tryggði sér í dag þáttökurétt í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að leggja Manchester City af velli á heimavelli sínum, 2-0. Aaron Moekena og Matt Derbyshire skorurðu mörk heimamanna sem spiluðu vel og áttu sigurinn fyllilega skilinn.

Ron Artest: Ég hef brugðist
Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu.

Carragher segir að Benitez fari ekki fet
Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, er sannfærður um að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé kominn til að vera á Anfield, þrátt fyrir endalausar vangaveltur um að hann sé á förum til Real Madrid. Carragher segir í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool að Benitez sé einn besti þjálfari heims.

Jol og Mourinho kvíða fyrir síðari leiknum
Martin Jol og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Tottenham og Chelsea, hlakkar ekki mikið til síðari leiks liðanna í ensku bikarkeppninni á mánudag í næstu viku en þá þurfa liðin að mætast öðru sinni eftir 3-3 jafnteflið á Stamford Bridge í dag. Þjálfararnir segja álagið á leikmönnum sínum vera með ólíkindum þessa dagana.

Wenger fær 20 milljónir punda í sumar
Arsene Wenger hefur verið lofað veglegri summu til að fá nýja leikmenn til Arsenal í sumar og mun sú upphæð ekki minnka neitt þrátt fyrir að félagið verði af umtalsverðum tekjum með því að vera þegar fallið úr leik í Meistaradeildinni. Talið er að upphæðin sem Wenger fái sé um 20 milljónir punda.
Lemgo lagði Flensburg í þýska handboltanum
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk og átti stórgóðan leik þegar Lemgo bar sigurorð af Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-30. Lemgo var þremur mörkum undir í hálfleik en náði með frábærum leik í síðari hálfleik að snúa leiknum sér í vil. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Joe Cole ætlar að spila gegn Valencia
Enski miðjumaðurinn Joe Cole hefur lofað stjóra sínum Jose Mourinho að vera orðinn klár í slaginn þegar Chelsea mætir Valencia í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði. Cole hefur verið frá æfingum og keppni stærstan hluta tímabilsins vegna álagsmeiðsla í fæti og gekkst nýverið undir aðgerð til að fá bót meina sinna.

Chelsea náði að knýja fram annan leik
Leikmenn Chelsea sýndu úr hverju þeir eru gerðir með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik og tryggja sér þannig 3-3 jafntefli gegn Tottenham á Stamford Bridge í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að eigast við að nýju á White Hart Line, og fer sá leikur fram þann 19. mars næstkomandi.

Grétar lék allan leikinn fyrir AZ
Landsliðsmaðurinn Grétar Steinsson lék allan leikinn fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar það gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Grétar spilaði í stöðu hægri bakvarðar og stóð vel fyrir sínu. AZ er áfram í 2. sæti deildarinnar eftir jafnteflið, sjö stigum á eftir toppliði PSV.

Leikmenn Chelsea steinrunnir í fyrri hálfleik
Útlitið er ekki bjart fyrir Jose Mourinho og lærisveina hans hjá Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-1, gestunum frá Tottenham í vil, en varnarleikur heimamanna minnir helst á rygðað gatasigti.

Nistelrooy: Skil ekki hvernig við náðum ekki að vinna
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid segir með ólíkindum að Barcelona skuli hafa sloppið með jafntefli í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, svo miklir hafi yfirburðir Real verið. Hetja heimamanna, Lionel Messi, segir að gærdagurinn muni seint líða honum úr minni.